<$BlogRSDURL$>

föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól!

(0) comments

þriðjudagur, desember 14, 2004

Það eru 3 jólasveinar komnir í bæinn og ég er búin að opna 14 glugga á dagatalinu.  

Ég var veik í síðustu viku og missti af jólaballinu í balletinum. Sem betur fer batnaði mér fljótt og var komin á fullt um helgina, annað en mamma sem lá bara upp í sófa og svaf allan laugardaginn. En það var allt í lagi því bæði Guðný og amma Svala voru heima og skiptust á að passa mig. Við fórum og sáum Coca-cola lestina og síðan fékk ég að fara með Sævin og Simó í matarboð til vinafólks þeirra.
Á sunnudeginum var líka nóg að gera, sunnudagaskóli og síðan jólaball í vinnunni hjá mömmu. Við skemmtum okkur alveg ljómandi vel og ég fékk fullt af nammi hjá jólasveinunum :)

En þanga til næst, bless kex kornfleks :)

(0) comments

miðvikudagur, desember 08, 2004

16 dagar til jóla! 

Jólin fara alveg að koma, ég er búin að opna 8 glugga á dagatalinu mínu og það styttist í að jólasveinarnir komi ofan af fjalli. Ég er búin að fá jólafötin og skóna og er tilbúin í öll jólaböllin sem ég fer á. Fyrsta jólaballið er á morgun í balletinum.

En seinasti tíminn í balletinum var í gær. Þá máttu mömmurnar og pabbarnir vera inn í salnum og hrofa á. Ég ákvað það reyndar fyrir 2 vikum að hætta í ballet því mér gekk illa að læra dansinn og ég hef alveg staðið við þá ákvörðum mína síðan þá. Þannig ég og mamma sátum saman og horfðum á hinar stelpurnar. Ég er s.s hætt við að vera ballerína en í staðin ætla ég að vera sundkona!

Ég er komin með jólaljós í gluggann minn og er mjög ánægð með það... eiginlega svo ánægð að ég ákvað að byrja að sofa í rúminu mínu aftur. Ég er þá alveg hætt við að gefa rúmið og ætla að hugsa málið betur með að setja það í geymslu. Ég sagði ömmu það um daginn að pabbi ætlaði að setja rúmið í geymsluna og þegar litla barnið kæmi fengið það rúmið. Því það er ekki pláss fyrir fjóra í mömmu og pabba rúmi. En núna sjáum við bara til með það!

Ég verð líka að segja eina sögu af litla vini mínum honum Snæbirni. Hann er enn svo lítill að hann er ekki búinn að læra hver er stelpa og hver er strákur. Mamma hans er samt að kenna honum þetta og var að æfa hann um daginn. Hún byrjaði og sagði: mamma er stelpa og Snæbjörn er..... og hann var alveg með það á hreinu og var fljótur að svara: BESTUR Í HEIMINUM!
Hann er sko alveg langsætastur og finnst ég líka vera best í heiminum! og núna þegar hann veit að ég er stelpa vill hann vera stelpa líka :)

Knús í krús
Mæja mús c",)


(1) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?