<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júní 28, 2007

8 ára! 

Þá er stóra stelpan okkar orðin átta ára. Hún átti fínan afmælisdag í gær. Hún fékk fyrst að koma með í skoðun hjá ljósunni og hlusta á hjartsláttinn hjá barninu. Hjartað sló fínan takt, en þegar Mæja var inn í bumbunni þá sló hjartað hennar óreglulega þannig að það þurfti að fylgjast alveg sérstaklega með því.
Hún hlakkar mikið til að vera stórasystir aftur og vonar auðvitað að þetta verði stelpa ;) við getum ekki lofað neinu um það en hún hefur dregið allt til baka um það að skila barninu ef þetta verður strákur. Viktor Bjarki er ekkert allt of skemmtilegur við hana þannig að ég skil svo sem alveg að hún vilji fá eina krúsidúllu sem geltir ekki á hana þegar Mæja er að reyna að vera góð :)

en hafið það gott í góða veðrinu.

(2) comments

þriðjudagur, júní 19, 2007

Við fórum í bæinn á 17. júní. Það var rosalega gaman. Krakkarnir fóru í hoppukastala og horfðu á brúðubílinn, fengu fullt af sykri og Mæja lét mála sig í framan. Það skemmtilegast var síðan að sjá allt fólkið og reyna að troða sér á milli þeirra með kerruna án þess að keyra neinn niður. Eftir bæjarferðina fórum við til ömmu Svölu í súkkulaðiköku og aðrar kræsingar..namminamm.
Mæja er byrjuð á leikjanámskeiðum og er bara nokkuð hress með það. Það er alveg heill hellingur sem er gert með þeim, farið í sund og bæjarferðir og margir merkilegir staðir skoðaðir. Viktor Bjarki er svona allur að koma til í leikskólanum. Þetta hefur samt verið voðalega erfitt að skilja hann eftir. Hann fer ekki beint að gráta, reynir eins og hann getur að herða sig en kúrir alveg í hálsakotinu á manni og segir svona lágt: nei, nei.... allar mömmur skilja hvað þetta er erfitt!!
Sem betur fer á hann svo rosalega góða ömmu sem hefur verið að sækja hann fyrr til að stytta aðeins daginn fyrir hann, eins hefur hún verið að sækja Mæju á leikjanámskeiðið svo hún þurfi ekki að vera ein þanga til við komum heim.... hvar væri maður ef ömmur væru ekki til :)
Annars er Mæja farin að vera mjög, dugleg farin að flakka um hólana með vinkonum sínum. Við getum ekki treyst á það lengur að geta kíkt út um gluggann og sjá hana þar. Hún er orðin gsm-pæja allavega núna í sumar svo við getum náð í hana þegar við þurfum.
Það er átta dagar í afmæli hennar Mæju, við erum ekki alveg búin að ákveða hvenær við ætlum að halda upp á það... kannski ekki fyrr en í júlí en við látum alla vita í tíma :)
Eitt enn við erum að fara að flytja, við erum búin að kaupa 5 herbergja íbúð í Spóahólum. Við flytjum seinni partinn í júlí og vonum að við getum blikkað sem flesta... sem eru á landinu að hjálpa okkur að bera. Þar sem þetta er svo stutt frá okkur ætlum við að labba með dótið á milli:)

heyrumst!

(2) comments

þriðjudagur, júní 05, 2007

Viktor Bjarki 2 ára! 

Litli strákurinn okkar er orðinn tveggja ára! Hann er orðinn alveg risastór :) og byrjaður í leikskóla. Það verður erfitt að kveðja krakkana og Hjördísi dagmömmu, Hjördís á fáa sér líka og betri konu er ekki hægt að finna. Hún passaði líka Mæju þegar hún var lítil og við erum búin að panta pláss fyrir krílið. Viktor á eftir að finna sig líka vel í leikskólanum, hann er mikill útistrákur og elskar að moka og renna og sparka í bolta:)) Hann elskar alla bolta, um leið og hann vaknar er hann búinn að finna sér bolta til að sparka í eða henda eða rúla sér á. Hann er ægilegur stríðnispúki ( eins og pabbi sinn) en það er helst Mæja sem verður fyrir því. Enda lang skemmtilegast að stríða þeim sem orga hátt..hihih
Viktor er ekki farinn að tala mikið, en það kemur vonandi núna þegar það fer að reyna meira á hann, við vonum að hann verði allavega fljótari að ná þessu en mamma sín sem byrjaði að tala 5 ára:)
Mæja fer alveg að klára skólann og þá taka leikjanámskeið við, eða þanga til pabbi hennar fer í sumarfrí í júlí. Vonandi verður sumarið gott í Reykjavíkinni því við höfum ekkert planað að fara út fyrir það svæði, þó værir mjög gaman ef einhver vill bjóða okkur í sumarbústað ;) eða koma með okkur í útileigu.
en annars eru allir kátir, barnið í bumbunni stækkar og stækkar og maginn og allt hitt hjá mömmu stækkar í samræmi við það:) 8. ágúst er dagurinn sem það ætlar að láta sjá sig... við vonum að við þurfum ekki að bíða mikið lengur en það.
Hafið það gott öllsömul!

(4) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?