fimmtudagur, október 25, 2007
María á 100 mánaða afmæli í þessum mánuði :) Hún stækkar víst eins og önnur börn. Hún er orðin miklu glaðari í skólanum enda komin með frábæran kennara. Sama kennara og kenndi mér þegar ég var í 7 ára bekk! Hún er enn að æfa sund en er komin með smá leiða, sundþjálfarinn vill endilega að hún haldi áfram og við ætlum að prófa að skipta um hóp og sá hópur fær bráðum að æfa í útilauginni.. það er allavega góð gulrót. Síðan er María byrjuð að æfa fótbolta, þannig að það er alveg nóg að gera hjá henni.

Við heimsóttum Karen Sif um daginn. Hún á tvo hamstra, Óla og Pétur, sem krökkunum finnst ótrúlega spennandi. Viktor Bjarki er pínu smeikur við þá, en vill samt fá að koma mikið við þá.

Sævin að æfa sig. Hann er kominn í sjúkraþjálfun því hann er vill alltaf liggja með hausinn til hægri. En hann er víst orðinn skakkur sem er ekki gott. Hann verður í stífum æfinum næstu vikurnar hérna heima.