<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, október 27, 2005

Klukkuð! 

Ég var klukkuð af Sigurgeiri Andra vini mínum. En það þýðir að ég eigi að koma með 5 staðreyndir um mig.

*1 ég er með rautt og krullað hár sem flækist á ótrúlega skömmmum tíma.

*2 ég er matvönd með meiru og læt ekki bjóða mér hvað sem er.

*3 mér finnst rosa gaman að leika mér í tölvunni og er fljót að læra hvernig ótrúlegustu hlutir virka.

*4 ég er frábær stóra systir og verð góð í passinu þegar ég er orðin aðeins eldri.

*5 ég er þrjósk eins og gömul geit og verð alltaf að eiga seinasta orðið.

Nú ætla í að klukka Birnu mína, Berglindi og Karen, Gabríel Mána, Rúnu og Unu Margréti.

klukk, klukk, klukk, klukk, klukk.... eða má annars ekki alveg gera marga?


Eitt enn, reiknisbókin mín er týnd, alveg týnd. Við erum búnar að leita allstaðar, undir öllu (meira að segja hrærivélinni) ofan á öllu, bak við allt. Tókum allan blaðabúnkann en hann er stærri en á flestum heimilum og fara í gegnum öll blöðin ( sko ef hún hefur farið inn á milli... maður veit aldrei hvað þessum bókum dettur í hug) En án gríns og svíns þá er þetta mjög alvarlegt mál. Ég veit ekki hvort ég eða mamma sé hræddari við kennarann og viljum hvorugar segja henni frá þessu.
Ef það væri hundur á heimilinu þá væri pottþétt hægt að segja að hundurinn hafi étið heimlærdóminn!!

klukk kveðja
Mæja

(1) comments

Í gær var stór dagur.. 

Það var mikið að gera hjá mér í gær. Strax um morguninn var bekkurinn minn með sýningu á sal. Þá komu foreldrar okkar og hinir 6 ára krakkarnir og 7 ára krakkarnir og horfðu á okkur. Við sungum I lagið og svo vorum við með leikfimi. Þetta var rosa gaman!
Þegar skólinn var búinn fór ég til tannlæknisins. Við erum rosa góðir vinir og ég er ekkert lengur hrædd við að fara. Mamma var frekar hissa hvað ég var dugleg, hoppaði upp í stólinn til hans og opnaði munninn strax. Svo bara talaði ég og talaði við hann... ég geri það sko ekki við hvern sem er. Í lokin setti hann spiderman málingu á tennurnar ( sumir kalla það flúor) og það koma mjög vont bragð í munninn, ég var voðalega fúl eftir það og tannlæknirinn er svo sem ekkert góður vinur minn lengur, allavega ætla ég aldrei að fara til hans aftur.
Svo fór ég á sundæfingu, við fengum að fara í leiki þegar við vorum búin að æfa okkur. Vissuð þið að það er líka hægt að fara í eitur í flösku í sundi? það er aðeins erfiðara því þegar maður er að frelsa þarf maður að synda í gegnum lappirnar á þessum eitraða... þið skiljið!
Svo í lokin eru lýs að gera út af við skólann minn!! þær bara vilja ekki fara! Núna þarf að kemba á mér hárið á hverju kvöldi til að gá hvort þær séu nokkuð komnar til mín... og það er sko ekki gaman.
Mamma auglýsir hér eftir sjálfboðaliðum sem hefur gaman af því að fara í hárgreiðsluleik með villidýrum... hihi!

bless kex

(1) comments

miðvikudagur, október 19, 2005

Ég var alveg eftir að segja ykkur að ég er orðin rosa dugleg að labba sjálf heim úr skólanum. Núna veit ég alveg að ég verð að fara beina leið heim og mamma hefur ekkert farið út að leita af mér. Ég og Bertha erum oftast samferða þannig að þetta er allt saman í góðum málum :)
Ég var líka eftir að segja ykkur að ég er pínu byrjuð að lesa. Ég er komin með lestrarbók nr 3. Mér finnst mjög gaman að lesa þó að ég verði fljótt þreytt.
Ása sá sól.
Sól sá Ási.
Lóa sá Lása.
Lási á ís.


Svo er ég hætt að vera gullfiskur og orðin bleikja! S.s í sundnámskeiðinu.

Og svo í lokin ef þið viljið vita, þá er ég 115cm á hæð og 21 kíló með eðlilega sjón og heyrn. Þetta mældi hjúkrunarkonan í skólanum.

kveðja,
María bleikja!

(0) comments

mánudagur, október 17, 2005


Karen Sif og �g ;) Posted by Picasa

(0) comments

Bjorg og mamma Posted by Picasa

(0) comments

ma&pa  Posted by Picasa

(0) comments

Posted by Picasa

(1) comments

Posted by Picasa

(0) comments

... Posted by Picasa

(1) comments

föstudagur, október 14, 2005

Það hefur verið nóg að gera hjá okkur seinustu vikur. Mamma og pabbi fóru í tvær giftingar og á meðan vorum við í pössun. Fyrst fékk ég að gista hjá Karen Sif og Beglindi, það var rosalega gaman. Við fengum að sofa í stofunni og Berglind las margar margar bækur áður en við fórum að sofa. Viktor Bjarki var hjá Örnu Sif. Svo í seinna skiptið vorum ég og amma Jóhanna saman. Hún er bestasta konan í öllum heiminum því hún gerir alltaf allt sem mig langar :) En Viktor Bjarki fékk að vera hjá Fribbu. Takk allir saman fyrir að vera svona góð að leyfa okkur að vera hjá ykkur!

(0) comments

Rúna og Biggi gifta sig Posted by Picasa

(0) comments

Halli og Ása gifta sig Posted by Picasa

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?