<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Fiskinn minn, namminamminamm... hey hey! 

Við erum komin heim frá Dalvík eftir frábæra helgi. Við tjölduðum í garðinum hjá Kristjáni, Boggu og krökkunum þeirra, en þeim kynntumst við úti í Króatíu. Fyrsta kvöldið hittum við Friðrik Daða vin minn. Vá hvað það var gaman, við höfum ekki séð hvort annað í meira en mánuð. Á laugardeginum fórum við í sund þegar við vöknuðum en héldum síðan niður á höfn þar sem dagskráin var. Við fengum eins mikinn ís, nammi, kók, blöðrur og einhvað fleira... já fisk eins og við gátum í okkur látið. Skoðuðum varðskip og sáum krakka veiða í höfninni. Ég sá líka brúðubílinn og svo voru hljómsveitir að spila. Um kvöldið var götugrill í götunni sem við gistum. Það var alveg eins og vera komin í amerískabíómynd að upplifa það. Það streimdi að fólk með borð, stóla og grill og svo var því raðað eftir allri götunni. Síðan voru tónleikar við einn bílskúrinn. Meira að segja var ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins mætt á svæðið til að skemmta. En það er eiginlega ekki hægt að lýsa stemmningunni.. maður varð að vera á svæðinu. Þetta var allavega rosalega gaman allt saman.

Viktor Bjarki var hjá ömmu Svölu alla helgina. Hún segir að hann hafi verið mjög góður þó að hann hafi verið veikur fyrsta kvöldið. Þó að við söknuðum hans mikið þá var samt mjög gott að hafa hann ekki með, því það er pínu vesen sem fylgir þessum smákrökkum. Elsku amma takk fyrir passið þú ert langt best :)

knúsur
Mæja og mamma

(0) comments

föstudagur, ágúst 11, 2006

Sýking í augum og brotin tönn 

Það er ekki mín tönn sem er brotin heldur hjá Viktori Bjarka. Hann var að príla upp í gluggann og datt. Þetta er samt ekkert alvarlegt bara svona brotið úr henni. Svo er hann búinn að vera með sýkingu í augunum alla vikuna og mjög ólíkur sjálfum sér. Það vonandi batnar fljótt því hann á að vera í pössun hjá ömmu Svölu alla helgina. Ég, mamma og pabbi erum að fara á Dalvík á fiskidaga. Fyrsta og eina útilegan okkar þetta sumarið. Ég hlakka svo mikið til að ég get varla sofnað á kvöldin. Það verður líka fínt að hafa mömmu og pabba bara alveg ein í heila helgi.
Annar hef ég verið á leikjarnámskeiði alla vikuna og verð næstu viku líka. Þegar ég kem heim leik ég við Agnesi langt fram á kvöld.

Hafið það gott um helgina
knús frá mér :)

(0) comments

mánudagur, ágúst 07, 2006

Tönnin er loksins farin :) 


(1) comments

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Leikjarnámskeið... 

Þessa vikuna er ég búin að vera á leikjarnámskeiði. Það er mjög gaman og við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Við höfum tvisvar fengið að fara í sund og svo er skógarferð og leikir og margt fleira. Í síðustu viku fór ég í sumarbústað til afa Bjarna og ömmu Sigrúnar. Ég fékk að vera ein með þeim í nokkra daga og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég hafði það gott. Svo kom Karen Sif og við gátum leikið okkur og farið í heitapottinn og svoleiðis. Svo fékk ég að gista heima hjá Karen sif um daginn og Viktor Bjarki svaf fyrstu nóttina sína án mömmu, en hann var í pössun heima hjá Örnu, Sigga og Gabríel.
Svo er ég að missa tönn, loksins. Hún er reydnar ekki alveg farin en er alveg alveg að fara. Og ég er viss um að tannálfurinn gefi mér þúsundkrónur! Hef heyrt að sumar úr bekknum eru að fá svo stóran pening en mömmu og pabba finnst þetta nú 10 sinnum of mikið fyrir eina tönnslu :) Mamma er að deyja úr spenning yfir þessari tönn og ég lét hana heyra það áðan "Mamma! ég veit alveg af hverju þú ert svona spennt þú ætlar að eiga peninginn" ... en auðvitað ætlar hún ekkert að gera það. Ég er líka mikið að pæla hvað gerist ef tönnin dettur meðan ég sef og hún fer ofan´í maga, fær maður samt pening?
Hafið það sem allra best, læt vita hvernig gengur með tönnina
kv Mæja mús

(1) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?