<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júní 28, 2004

Ég átti afmæli í gær, ég átti afmæli í gær... talla la la la la la la trallla la la la la!

Ég átti mjög góðan afmælisdag í gær. Vaknaði snemma til að gera allt klárt áður en gestirnir kæmu. Áður en ég byrjaði að baka fór ég í bað með pabba. Mér finnst mjög gaman í baði og alltaf þegar einhver er að fara í bað vil ég fara líka. Síðan hjálpaði ég mömmu að baka, við náðum í fleiri stóla til að gestirnir gætu setið, við fengum bolla og diska lánaða og loksins klæddum við okkur í afmælisgallann. Afmælisdressið valdi ég sjálf. Bleikur kjóll, bláar íþróttabuxur innanundir og röndóttir sokkar! Passar ekki sagði mamma! En hún sagði að ég mætti ráða og stóð við það.

Veislan gekk ljómandi vel og það var nóg pláss fyrir alla. Ég fékk rosalega mikið af gjöfum; Sokka, nærföt, peysur, buxur, dúkkur, dót, tösku, hjólagriflur og brúsa á hjólið, pening og fleira og fleira. Ég segi bara:
TAKK FYRIR MIG ! !

(0) comments

þriðjudagur, júní 22, 2004

Sá ég spóa, suðr'í flóa....

Veðrið er búið að vera frábært. Ég fékk að vera á stuttbuxum allan gærdaginn. Þegar ég kom heim af leikskólanum náðum við í teppi og nesti og sátum í sólbaði. Það er köttur sem á heima í húsinu við hliðin á okkur sem sat með okkur. Ég verð að viðurkenna að ég er pínu hrædd við hann. Hann var líka frekar aðgangsharður og vildi helst sitja ofan á okkur. Þegar við vorum komnar inn ég og mamma sáum við járnsmið sem hafði laumað sér með okkur og hljóp um á teppinu okkur. Ég var ekki minna hrædd við hann og var fljót að henda mér upp í stól með tærnar á öruggum stað.

Á 17. júní fór ég í bæinn með mömmu og pabba. Ég fékk að hoppa í nokkrum köstulum sem var rosalega gaman. Það var reyndar svo löng röð í öll tækin þannig að ég fékk ekki að vera eins mikið og ég vildi. En ég sá brúðubílinn og kunni öll lögin sem voru sungin þar. Á leiðinni heim fékk ég síðan langþráðan snuddusleikju sem ég var búin að bíða eftir í marga daga.

Ég er búin að fara í tvö afmæli. Gabríel Máni varð tveggja ára og Karen Sif fjögra ára. Svo verð ég fimm ára næstu helgi. Ég er búin að ákveða að bjóða krökkunum á leikskólanum upp á ís og blöðru. Svo verður veisla heima á sunnudaginn kl 3.

Allir velkomnir!

(0) comments

þriðjudagur, júní 08, 2004

Eru ekki allir í stuði!

Það er mikið búið að gerast síðan það var skrifað síðast.

* Ég var lasin í einn dag. Fékk magapest sem ég var sem betur fer fljót að afgreiða! Þessi dagur var samt mjög erfiður því ég vissi ekki alveg hvernig svona pest virkar. T.d sat ég bara í rólegheitunum í sófanum og svo bara allt í einu var kominn kúkur í brókina. Svo í þau skipti sem ég komst á klóið þá þurfi ég líka að gubba, og allt á gólfið! Ég var líka svo svöng og langaði svo í e-ð. Fyrst í skyr en þegar mamma kom með skyrið langaði mér frekar í mjólk, þegar mamma kom með mjólkina langaði mig frekar í vatn þegar mamma kom með vatnið var það í vitlausu glasi og loksins þegar rétta glasið var fundið langaði mig bara í ekkert. Síðan langaði mig að horfa á vídeó en þegar það var komið í gang voru engar myndir nógu góðar þannig að ég vildi frekar vera í tölvunni en síðan var bara best að sitja í sófanum en þá varð mamma að sitja með mig. þetta var sem sagt mjög erfiður dagur fyrir mig.. og mamma ekki kvarta þú varst ekki einu sinni veik!

*Síðust dagar hafa verið eins og draumur í dós. Það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði var Sævin og það síðasta sem ég sá þegar ég lokaði augunum var Sævin. Mamma hans og pabbi fóru til útlanda í 6 daga og Sævin fékk að vera hjá mér á meðan. Við vorum mikið hjá ömmu Svölu, fórum í pottinn og lékum okkur í garðinum hennar, fórum í sund og Húsdýragarðinn, lékum okkur inni og úti, við kysstum og knúsuðumst, rifumst og slógumst. Þetta voru alveg frábærir dagar og það var hálf fúlt að fara að sofa áðan og Sævin ekki í sama herbergi og ég. En ég fékk gjöf frá Guðnýju og Simó þegar þau komu heim, bol og skokk sem ég er svooo ánægð með! Takk fyrir mig :o)

*Ég fór í Umferðaskólann í dag, Amma Jóhanna var svo góð og sótti mig í leikskólann og fór með mér. Það var lögga sem talaði við okkur og við horfðum á myndband. Ég lærði heilmikið á þessum klukkutíma og ætla að vera dugleg að rifja það upp með mömmu og pabba.

Nótt nótt,
mæja

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?