<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Aukakílóin, aukakílóin... 

Maður er ekki fyrr búin að eiga en maður fer að hafa áhyggjur af öllum kílóunum sem komu á meðgöngunni. Allir morgnar byrja á því að stíga á vigtina og sjá hvort vigtin segi minna í dag en í gær. Það rifjaðist upp fyrir mér eitt mjög hallærislegt þegar ég steig á vigtina í morgun. Þegar ég var ný búin að eiga Viktor Bjarka var ég í sama pakkanum og núna. Vaknaði og steig á vigtina. Þá gekk þetta rosalega vel hjá mér á nokkrum vikum léttist ég um fleiri fleiri kíló. Ég var farin að troða mér í gallabuxurnar mínar og það gekk svo vel að léttast að eitt skiptið léttist ég um meira en kíló meðan ég burstaði tennurnar. Svo einn morguninn þegar ég vaknaði og fór á vigtina þá var ég bara 12 kíló! Þó að ég hafi greinilega verið full af sjálfsblekkingu þá var þetta of ótrúlegt, vigtin hlaut að vera biluð. Eftir að hafa hrist hana til, skipt um batterí og komist að sannleikanum var ég fljót að taka gallabuxurnar og setja þær aftast í skápinn.

yfir og út

(2) comments

fimmtudagur, ágúst 23, 2007


(0) comments









(0) comments

föstudagur, ágúst 17, 2007

Fyrsta vikan 

Þá er fyrsta vikan búin, og litli stubb hefur það alveg ágætt. Honum hefur verið pínu illt í maganum og ekki sofið nógu vel, en við vonum að það lagist fljótt. Viktor Bjarki stendur sig vel sem stóri bróðir. Við höfum ekki fundið fyrir neinni afbrygðisemi hjá honum (enn þá:) Hann er duglegur að hjálpa til með stubbinn og er mjög spenntur fyrir brjóstagjöfunum. Honum fannst þetta fyrst mjög skrítið að barnið fengi að drekka þaðan og vildi ólmur láta hann hafa glas. Sagði síðan oj oj og reyndi að toga hann af brjóstinu. Nú er hann búinn að sjá að stubbi finnst þetta gott vill auðvitað fá að prófa líka.
María stendur sig auðvitað líka mjög vel. Hún er bara mjög lítið heima þessa dagana. Maður nær henni varla inn til að gefa henni að borða. Það hefur verið einhver taugatitringur í henni seinustu daga. Kannski spenna fyrir skólann eða kannski finnst henni hún eitthvað afskipt. Það verður mjög gott fyrir hana þegar rútínan er komin í gang.
Við gleymdum alveg að segja ykkur hvað krakkinn var stór. Hann mældist 15 merkur (3710 gr) og 52 cm. Það kom okkur öllum virkilega á óvart hvað hann mældist stór því hann er svo smágerður allur og virkar miklu minni.

segjum þetta gott í bili, við setjum fleiri myndir inn fljótlega.

(6) comments

laugardagur, ágúst 11, 2007




(5) comments




(0) comments





(0) comments



(1) comments
Viktor Bjarki stóri bróðir



(0) comments

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Halló allir 

Það er allt gott að frétta af okkur. Nú fer að styttast í að skólinn byrjar hjá Maríu og Viktor Bjarki byrjaði í leikskólanum aftur í dag. Það styttist líka í að krílið okkar láti sjá sig. Skv mælingum á það að vera á morgun en ég er alveg viss um að það láti bíða eftir sér. Ég er orðin rosalega þreytt og væri mjög glöð að ljúka þessu af :) En krílið kemur þegar það er tilbúið. Við vitum ekki hvort þetta er stelpa eða strákur en það eru samt miklar pælingar í gangi. Ég hef haldið allan tímann að þetta væri strákur en svo fékk ég svona smá sting að þetta væri stelpa. Hér eru öll föt blá og strákaleg þannig að það verður þá bara að hafa það. Hafrún vinkona Guðnýjar lánaði okkur marga kassa af fötum, við höfum ekki séð annað eins magn. Sjálf vorum við búin að gefa öll liltu fötin okkar í rauðakrossinn. Eins fór allt barnadót eins og skiptiborð og ömmustóllinn og balinn í Góða hirðinn þannig að við þurfum að redda okkur því dóti aftur. En það allra nauðsynlegast er tilbúið föt, bleiur, rúm og sæng.

Við látum vita þegar barnið lætur sjá sig og setjum strax inn myndir. Vona að það verði sem allra fyrst.
kv Bjarney

(5) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?