<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, september 13, 2005

Þessar mömmur geta verið erfiðar! 

Ég fékk að reyna aftur að fara sjálf heim úr skólanum. Fara beint heim- , fara réttu leiðina-já, og ekkert slór-. Þegar skólinn var búinn hlakkaði ég mikið til og ákvað að fara samferða Tedda vini mínum heim. Verst var að hann á ekki heima rétt hjá mér heldur akkúrat í hina áttina... en það skipti svo sem engu máli ég fór bara heim með honum!! Það sem hún mamma var reið þegar hún fann mig!! Ég vissi svo sem alveg upp á mig skömmina og fór beint inn í herbergi þegar við komum heim til að hugsa málið. En það verður víst laaaangt þanga til ég fæ að gera aðra tilraun til að skila mér strax heim.

Nú fer að koma að því að lilli bró verður skírður. Það verður næsta sunnudag í Fella og Hólakirkju kl 11 við messu. Mig langar voðalega mikið til að segja prestinum nafnið en þori því samt eignilega ekki. Og er auðvitað eins og allir hinir mjög forvitin að vita hvað brói á að heita.

Þanga til næst,
nótt nótt.

ps. ef þið borðið sand kemur svo mikil kúkafýla af munninum ykkar að það vill enginn kyssa ykkur!

Comments:
Hæ, hæ,Mæja pæja.

Þú veist að það á alltaf að hlíða mömmu. Sérstaklega þegar hún segir að þú eigir að koma beint heim eftir skóla. Þú getur nefnilega alltaf farið út að leika þegar þú ert búin að heilsa mömmu þinni.

Bið að heilsa mömmu, pabba & litla bróður.
Stína & co.
 
Hæ hæ, okkur hlakkar sko ekkert smá til að heyra nafnið. Gabríel er komin með mörg nöfn á hann heeh já já Kári og Benedikt og Áslaug haha já já bara Áslaug.
En hlökkum til að hitta ykkur öll á sunnudag. Kannski aðvið sjáumst hjá langömmu á laugardaginn í afmæliskaffinu hún er bara með opið hús ekkert búin að bjóða.
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?