<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 24, 2004

Halló!

Ég er hin eina og sanna Mæja pæja. Í sumar verð ég 5 ára og er búin að ákveða að bjóða ÖLLUM í afmælið mitt. Ég bý með mömmu og pabba í íbúð í Breiðholtinu sem við erum ný búin að kaupa.
Alla virka daga er ég í leikskóla sem heitir Hraunborg og það er alveg ágætt að vera þar. Deildin mín heitir Spóaland og hópurinn minn heitir Bláaberg. Þegar ég verð 5 ára fer ég á Tröllaberg, ég hlakka mikið til því þá fer ég í skólahóp.

Eins og ég sagði þá verð ég bráðum 5 ára og því tími til kominn að leyfa öllum sem vilja fylgjast með mér lesa bloggið mitt á þessari síðu. En núna ætla ég að byrja á því að segja frá hvernig venjulegur dagur er hjá mér.

Morgnarnir gera verið mjög erfiðir. Ég vakna alltaf mjög snemma en það tekur óra tíma að koma mömmu og pabba fram úr. Sem mér finnst reyndar alveg undalegt því þegar ég er loks búin að draga þau á lappir fer allt á fullt og ekki tíma til neins. Ég þarf að gera allt á stundinni. Á meðan ég bursta tennurnar er mamma að bursta á mér hárið og pabbi að klæða mig í sokkana.
Ég er í leikskólanum frá 8 til 5 og það er ansi margt sem ég er að gera þar. Skemmtilegast finnst mér í hreyfistund. Þá förum við nokkur saman inn í sal og þar eru dýnur, rólur, rimlar og tambolín. Besti vinur minn hann Sævin sem er líka frændi minn er á sama leikskóla og ég. Við hittumst samt bara þegar við erum úti því við fengum ekki að vera á sömu deild. Við leikum okkur alltaf saman. Sævin er hetjan mín og þegar ég þarf hjálp kemur hann og bjargar mér. Hann á eldbyssu ( í plati) og passar okkur með henni.
Ég ætla að segja okkur meira seinna!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?