<$BlogRSDURL$>

mánudagur, mars 29, 2004

Helgin hjá mér var frábær!

Á laugardaginn fórum við í íþróttarskólann. Fyrst fórum við í þrautabraut en þar á maður að gera allskonar, grindahlaup, og skríða undir og hoppa uppá, hanga í rimlum og fullt skemmtilegt. Síðan fórum við í töluleik við áttum að vera 5 saman í liði með einn fullorðinn. Sigurgeir vinur minn fékk að velja nafn á hópinn. Hann er svo mikill risaeðlukall þannig að auðvitað hét okkar hópur risaeðlurnar. Við áttum að hlaupa út um allan salinn og finna réttu tölurnar. Mamma, pabbi og Gústi (pabbi Sigurgeirs) voru orðin svo æst í leiknum að þau voru búin að steingleyma að það ætti bara að vera einn fullorðinn að hjálpa og stóðu öll og orguðu RISAEÐLUR, RISAEÐLUR" þegar þau fundu tölurnar.

Eftir íþróttaskólann fórum við beint í kringluna og keyptum ný föt á mig, kjól, skó og sokkabuxur. Ég fór því rosalega fín í skírn til litlu frænku. Hún fékk nafnið Björg Jökulrós. Næstum því eins og ég hélt, ég var búin að segja við mömmu að hún ætti að heita Þyrnirós. Síðan var haldið í flottustu veilsu sem ég hef farið í. Fullt af nammikökum og rjómakökum.

Á sunnudaginn fór ég með mömmu, Snæbirni og Birnu í sund, og svo einn rúnt í kringluna. Ég var orðin svo rosalega þreytt þegar við komum heim að ég steinsofnaði og svaf í 2 tíma. Það hefur ekki gerst lengi, síðan ætlaði ég aldrei að ná að sofna um kvöldið.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?