<$BlogRSDURL$>

laugardagur, apríl 24, 2004

Skýin


Við skýin felum ekki sólina af illgirni

Við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna.

Við skýin sjáum ykkur hlaupa (úúúú) í rokinu,

Klædd gulum, rauðum og grænum og bláum regnkápum,

eins og regnbogi meistarans, regnbogi meistarans.

Við skýin erum bara grá, bara grá.

Á morgun kemur sólin, hvar verðum við skýin þá?

Hvar þá, hvar þá..

Hvað verður um skýin þá.


æji ég vona að sólin komi á morgun svo ég geti verið úti að leika, það er ekkert gaman þegar það er rok og rigning.
Ég hef greynilega misskilið þetta með sumarið... ég hélt að það ætti að vera alltaf sól!!

kveðja,
Mæja

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?