<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Sól sól skýn á mig!

Eftir leikskólann í gær fór ég beint í klippingu. Ég fer alltaf til sömu klippikonunar sem heitir Svea. Hún kann að klippa svona krullað hár. Ég var rosalega dugleg og Svea klippti og klippti þannig að núna er ég orðin svo fín og bara með lítið hár. Ég fékk sleikjó í verðlaun og sundferð.

En eftir leikskólann í gær fór ég til ömmu Svölu. Hún lét renna í pottinn og við svömluðum í honum til kl 19:00. Það var svo gott veður að við bara steingleymdum hvað tíminn leið. Allt í einu sá mamma að við vorum allt of seinar að sækja pabba í vinnuna.

Ég hef alveg gleymt að segja ykkur að ég er alveg farin að sofna sjálf á kvöldin. Ég fæ eina eða tvær sögur og svo kyssi og og knúsa mömmu og pabba nokkrum sinnum, þá er ég tilbúin að sofna. Brynja fær reyndar alltaf að vera hjá mér en vitið þið að stundum er hún svo óþekk að ég verð bara að senda hana framm. En það er bara þegar hún er alltaf að trufla mig!


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?