<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 12, 2004

Áfram með smjörið!

Í gær voru næstum allar konurnar í leikskólanum veikar reyndar líka í fyrradag! Þess vegna varð ég að vera heima í gær. Ég var mjög sátt við það því Sævin fékk að vera hjá mér allan daginn! Við gátum gert svo mikið saman. Ég get ekki sagt frá öllu því sem gerðist en það var allavega heilmikið. Það helsta; þá vorum við í læknisleik og allt í einu gólar Sævin rosalega hátt, þá var hann búinn að loka læknistöskunni á tippið á sér! Þar sem hann var læknirinn og ég sjúkklingurinn gat ég mjög lítið gert nema góla líka. Sem betur fer datt tippið ekki af en það kom samt blóð! Pabbi var fljótur að bjarga málunum og setti plástur á báttið og þurkaði tárin. Hann er besti læknirinn!!
Eftir hádegi kom mamma heim. Hún sendi okkur strax út að leika, við vorum ekki alveg í stuðið fyrir það og vissum ekki alveg hvað við ættum að gera. Þannig að við ákváðum að gera allt það sem mátti ekki gera. Þegar mamma sá að hún væri hvort eða er meira úti og skamma okkur en inni ákvað hún að fara með okkur í göngutúr. Við fórum niður í móa, fundum okkur greinar og vatn til að veiða í. Þetta var rosalega gaman, allavega í smá stund eða þanga til Sævin datt í vatnið og eina sem stóð upp úr var hausinn. Leiðin heim var löng ég reyndi að syngja og tralla fyrir Sævin en hann var kominn í vont skap og ekkert dugði.
Ég sofnaði glöð eftir góðan dag. Ég vona bara að morgundagurinn verði betri fyrir Sævin:o)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?