<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júní 08, 2004

Eru ekki allir í stuði!

Það er mikið búið að gerast síðan það var skrifað síðast.

* Ég var lasin í einn dag. Fékk magapest sem ég var sem betur fer fljót að afgreiða! Þessi dagur var samt mjög erfiður því ég vissi ekki alveg hvernig svona pest virkar. T.d sat ég bara í rólegheitunum í sófanum og svo bara allt í einu var kominn kúkur í brókina. Svo í þau skipti sem ég komst á klóið þá þurfi ég líka að gubba, og allt á gólfið! Ég var líka svo svöng og langaði svo í e-ð. Fyrst í skyr en þegar mamma kom með skyrið langaði mér frekar í mjólk, þegar mamma kom með mjólkina langaði mig frekar í vatn þegar mamma kom með vatnið var það í vitlausu glasi og loksins þegar rétta glasið var fundið langaði mig bara í ekkert. Síðan langaði mig að horfa á vídeó en þegar það var komið í gang voru engar myndir nógu góðar þannig að ég vildi frekar vera í tölvunni en síðan var bara best að sitja í sófanum en þá varð mamma að sitja með mig. þetta var sem sagt mjög erfiður dagur fyrir mig.. og mamma ekki kvarta þú varst ekki einu sinni veik!

*Síðust dagar hafa verið eins og draumur í dós. Það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði var Sævin og það síðasta sem ég sá þegar ég lokaði augunum var Sævin. Mamma hans og pabbi fóru til útlanda í 6 daga og Sævin fékk að vera hjá mér á meðan. Við vorum mikið hjá ömmu Svölu, fórum í pottinn og lékum okkur í garðinum hennar, fórum í sund og Húsdýragarðinn, lékum okkur inni og úti, við kysstum og knúsuðumst, rifumst og slógumst. Þetta voru alveg frábærir dagar og það var hálf fúlt að fara að sofa áðan og Sævin ekki í sama herbergi og ég. En ég fékk gjöf frá Guðnýju og Simó þegar þau komu heim, bol og skokk sem ég er svooo ánægð með! Takk fyrir mig :o)

*Ég fór í Umferðaskólann í dag, Amma Jóhanna var svo góð og sótti mig í leikskólann og fór með mér. Það var lögga sem talaði við okkur og við horfðum á myndband. Ég lærði heilmikið á þessum klukkutíma og ætla að vera dugleg að rifja það upp með mömmu og pabba.

Nótt nótt,
mæja

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?