<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júní 22, 2004

Sá ég spóa, suðr'í flóa....

Veðrið er búið að vera frábært. Ég fékk að vera á stuttbuxum allan gærdaginn. Þegar ég kom heim af leikskólanum náðum við í teppi og nesti og sátum í sólbaði. Það er köttur sem á heima í húsinu við hliðin á okkur sem sat með okkur. Ég verð að viðurkenna að ég er pínu hrædd við hann. Hann var líka frekar aðgangsharður og vildi helst sitja ofan á okkur. Þegar við vorum komnar inn ég og mamma sáum við járnsmið sem hafði laumað sér með okkur og hljóp um á teppinu okkur. Ég var ekki minna hrædd við hann og var fljót að henda mér upp í stól með tærnar á öruggum stað.

Á 17. júní fór ég í bæinn með mömmu og pabba. Ég fékk að hoppa í nokkrum köstulum sem var rosalega gaman. Það var reyndar svo löng röð í öll tækin þannig að ég fékk ekki að vera eins mikið og ég vildi. En ég sá brúðubílinn og kunni öll lögin sem voru sungin þar. Á leiðinni heim fékk ég síðan langþráðan snuddusleikju sem ég var búin að bíða eftir í marga daga.

Ég er búin að fara í tvö afmæli. Gabríel Máni varð tveggja ára og Karen Sif fjögra ára. Svo verð ég fimm ára næstu helgi. Ég er búin að ákveða að bjóða krökkunum á leikskólanum upp á ís og blöðru. Svo verður veisla heima á sunnudaginn kl 3.

Allir velkomnir!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?