<$BlogRSDURL$>

mánudagur, ágúst 16, 2004

*Veðrið hélt áfram að vera gott...

Það hefur verið nóg að gera hjá mér um helgini. Á föstudaginn þegar ég var búin í leikskólanum fór ég með mömmu, pabba og Birnu í bíltúr inn í Hvalfjörð. Við keyrðum að á sem heitir Brynjudalsá og hittum þar Inga og Kristínu ( þau eiga Ágúst Örn vin minn.) Ég fékk að vaða í ánni og týna nokkur ber með mömmu, en á meðan voru pabbi og hinir að stökkvað í ána.

Á laugardeginum vöknuðum við snemma og fórum í sund. Ég er enn rennibrautaróð og plataði mömmu og pabba með mér örugglega 100 ferðir! Eftir matinn fór ég til ömmu Svölu í pössun. Hún labbaði með mér niður í móa og við kíktum á ber. Síðan fórum við í búðina og ég gat suðað út heilan kassa af spitermanís!! Mamma og pabbi sóttu mig síðan og við fórum í Nauthólsvík og láum þar... eða sko ég lá ekki heldur var að leika mér við Karen Björgu vinkonu mína.

Á sunnudeginum var líka stuð. Við lögðum af stað um hádegi austur fyrir fjall í sveitarferð. Afi Bjarni og amma Sigrún, Berglind og Karen Sif, Arna, Siggi og Gabríel Máni fóru öll með. Við stoppuðum fyrst í Hveragerði og hoppuðum í svakalega stórum hoppukastala. Næst stoppuðum við í dýragarðinum Slakka. Þar var rosalega gaman að sjá öll dýrin. Það voru tveir kálfar sem voru svo mjúkir og risastórir páfagaukar. Svín sem var hræðilega vond lykt af, og hvolpar sem við máttum halda á. Svo voru leiktæki til að leika í. Áður en við lögðum af stað heim stoppuðum við og fengum okkur nesti sem afi og amma voru með. Þar voru rólur og rennibraut sem við gátum verið í og svo var farið í golf og fótbolta. Þetta var frábær dagur sem við enduðum með að fá okkur kvöldmat heima hjá ömmu Jóhönnu.

Ég segi bara TAKK við alla sem voru með mér í að gera þessa helgi svona frábæra!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?