<$BlogRSDURL$>

mánudagur, september 06, 2004

Þessar helgar er alltaf svo fljótar að líða!!

Við vorum mest bara í rólegheitunum um helgina. Ég hitt Fannar og Freyju og gat leikið smá stund með þeim þegar þau voru í pössun hjá Guðnýju. Síðan á laugardagskvöldið vorum við að passa Sævin og Adam þannig að ég fékk að vaka lengi og horfa á spólur heima hjá þeim. Ég vaknaði síðan seint á sunnudeginum en mætti í sunnudagaskólann á réttum tíma. Það voru margir krakkar úr leikskólanum mættir í krikjuna og allir voru rosalega stilltir. Allir fengu bók og límmiða og af því ég átti afmæli í sumar þá fékk ég svona mynd sem hægt er að hafa á ísskápnum.
Amma Jóhann, Berglind og Karen Sif koma að kíkja á nýja parketið og Amma Sigrún og afi Bjarni líka. Síðan vorum við bara að letibuskast fram eftir degi.

Í morgun var ég hálf úrill, mamma var heldur ekki alveg nógu góð og skemmtileg. Ég lét hana líka vita af því að pabbi væri miklu skemmtilegt og sterkari en hún. Hann er svo sterkur að hann getur drepið kónguló!!

bless Mæja


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?