<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, september 08, 2004

Fyrsti ballet tíminn!

Mér gekk vel í fyrsta tímanum í gær. Ég er ekki búin að fá búninginn minn, en það var góð kona þarna sem lánaði mér bol svo ég væri ekki eins og húfulaus álfur. Við byrjuðum að sitja í hring og allar sögðu hvað þær hétu og hvað þær voru gamlar. Nema ég, ég vildi ekki opna munninn :) ætla bara að segja þeim það seinna. Svo gerðum við allskonar æfingar sem ég ætla að vera dugleg að æfa. Mamma og pabbi mega ekki horfa á, því það truflar okkur, þannig að ég stend ein í að segja frá hvernig mér gengur. Meira af því seinna!

Ég fór til ömmu Svölu strax eftir balletinn. Hún passaði mig því mamma og pabbi voru bæði upptekin. Þegar það var kominn tími til að hátta löbbuðum við heim til mín. Ég vildi vera viss um að amma vissi "reglur húsins" og sagði henni að hún mætti ekki hoppa á parketinu því þá vaknar Friðrik og hún mátti ekki hoppa í sófanum því þá stækka götin. Ég veit ekki hvernig mér datt í hug að amma færi að hoppa og skoppa um allt hús! en bara betra að vera viss að missa ekki stjórn á heimilinu.

kv
Mæja


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?