<$BlogRSDURL$>

föstudagur, september 03, 2004

Við vorum að fá parket!!

Elsku Siggi og Helgi takk fyrir alla hjálpina! Mamma og pabbi eru svo glöð :))

Ég er líka hress þessa dagana. Það var loksins dótadagur í dag í leikskólanum, ég er búin að bíða eftir þessum degi síðan ég man ekki hvenær. Ég fór með Lilju dúkkuna mína og kerruna hennar. Það tók svolítið langan tíma að koma sér af stað í morgun. Lilja þurfti að fá nýja bleyju og hrein föt, ég var óratíma að finna þetta allt til og gera okkur klárar.

Vona að allir hafi það gott um helgina!!



Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?