<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Amma er best! 

Þessa dagana vil ég bara vera hjá ömmu Svölu. Það er svo gott að dunda heima hjá henni í rólegheitunum. Hún á svo flott spil sem hún notar í skólanum þegar hún er að kenna krökkum að lesa. Núna fæ ég að skoða þau og spila með þeim. Ég kann samt ekki að lesa enn þá, en ég er samt aðeins byrjuð að æfa mig.

Ég var að koma úr ballet, við erum alltaf að læra einhvað nýtt. Í dag vorum við að læra splittstökk. Kennararnir settu plat polla á gólfið sem við hoppuðum síðan yfir. Svo þegar ég kom heim setti í nokkra polla á stofugólfið og hélt áfram að æfa mig.

Við fórum í afmæli til Sigurgeirs og Þórnýjar um helgina. Við átum á okkur gat af góðum kökum og réttum.. nammi namm! Sigurgeir á samt ekki afmæli fyrr en 7. nóv. alveg eins og amma Svala! En svo á pabbi minn afmæli 4. nóv.

Við erum að fara í sumarbústað um helgina. Við ætlum að bjóða Inga, Kristínu og Ágústi með, þannig að okkur á ekki eftir að leiðast:)

En nóg í bili,
knús og krús!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?