<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Ég og mamma fórum til tannlæknis í gær. Það gekk alveg ljómandi vel hjá okkur. Ég var pínu hrædd til að byrja með og grátbað mömmu að koma með mér heim. En síðan var þetta allt í lagi enda er tannlæknirinn okkar alveg frábær kall:) Hann kíkti fyrst á mömmu og ég hjálpaði honum heilmikið. Það sem ég fékk að gera var að setja stólinn niður, taka myndir af tönnunum hennar mömmu, rétta honum eitt verkfæri, ýta á grænatakkann fyrir skolið og líka sótthreinsa stólinn og fleira!! Hann sagði að ég væri besta aðstoðarkonan!!
Tennurnar mínar voru líka í fínu lagi, engin orðin laus enn þá:( oooh ég hlakka svooo til þegar ég missi tönn! Krakkarnir á leikskólanum sem eru líka 5 ára eru búin að missa nokkrar.

Það var rosa fjör í sumarbústaðinum um helgina. Það sem mér fannst skemmtilegast var að leika við Ágúst örn. Við fórum líka í heitapottinn og horfðum á vídeó. Fórum í smá bíltúr til að pabbi og Ingi gætu horft á Liverpool í sjónvarpinu og síðan vorum við bara að hafa það gott:) Þegar við komum heim fékk ég að vera í pínu stund hjá ömmu Svölu, Sævin var líka hjá henni þannig að við gátum skottast saman.

kveðja,
Mæja.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?