<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, maí 19, 2005

Ég fór í ferðalag með leikskólanum á miðvikudaginn. Við fórum að Lækjarbotnum en þar eiga Skátarnir bústað. Við lékum okkur allan daginn og fórum í rosa gönguferð upp á fjall. Við þurftum að fara yfir á, og það var engin brú! Við skoðuðum hella og virki og markt annað skemmtilegt. Um kvöldið grilluðum við og svo var haldin kvöldvaka. Við fengum nammi og annað gotterí og leikum leikrit. Ég var lögga og Berta var trúður. Svo voru hinir krakkarnir líka með skemmtiatriði sem við horfðum á. Við fengum að vaka lengi lengi, en svo fórum við öll í náttfötin okkar og ofan´í svefnpokana. Það voru víst allir alveg rosalega góðir og við sofnuðum öll innan við hálf tíma... ég sofnaði meira að segja áður en kvöldsagan var lesin:)

Það var haldið áfram að leika þegar við vöknuðum... og vitið þið bara hvað? við fundum fjársjóð!! Gull og steina! Þetta var alveg frábær ferð sem ég á eftir að muna lengi :)

Í morgun fékk ég að fara með mömmu og pabba að hitta ljósmóðurina. Barninu líður alveg ljómandi vel inn á maganum. En við erum öll farin að vona að það fari að láta sjá sig sem fyrst. Ég fékk að halda á tækinu sem sýnir hjartsláttinn og það er rosa gaman að heyra hjartað slá. Mamma fór síðan í blóðprufu. Mér stóð nú ekki alveg á sama og vorkendi mömmu soldið, en hún er auðvitað svo sterk og sagði að þetta væri ekkert mál.
En kannski verð ég bara orðin stóra systir eftir viku eða tvær... allavega ekki meira en þrjár!

bless, bless
Mæja

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?