<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, maí 15, 2005

Hæ hæ... langt síðan síðast!

Ég hef verið að gera margt og mikið skemmtilegt upp á síðkastið. Ég ætla samt ekkert að fara að telja það allt upp en svona það helsta er að ég hef verið á sundnámskeiði hjá Ægi. Ég hef tekið miklum farmförum og er bara orðin nokkuð góð :) Ég er samt búin að ákveða að halda ekki áfram í sundinu næsta haust. Núna langar mig að prófa fimleika eins og Berta María vinkona mín.

Ég ætla að hætta í leikskólanum mínum um miðjan júlí, og byrja í 6 ÁRA BEKK í haust!! Ég hlakka mikið til. Ég fer í Hólabrekkuskóla sem amma er að kenna í... gæti ekki verið heppnari. En ég veit að hún verður reyndar ekki að kenna mér. Ég er smá farin að æfa mig í að skrifa og kann orðið flesta stafina.

Þó að ég sé rosalega dugleg og gáfuð stelpa þá kemur fyrir að ég segi eitthvað sem mamma hlær og hlær af. Hún ætlar að láta smá af því flakka:
Um daginn var vinkona okkar mömmu mikið lasin og ég var mikið að spá í hvað væri að henni... og spurði: mamma er hún með gubbuna, vengjulega veik eða með freknur!!! Mamma þakkar fyrir að freknur sé ekki mjög alvarleg veiki því ég er víst að fá nokkrar á nefið þessa dagana.

Svo er það þannig á leikskólanum að þegar maður platar fær maður svarta tungu. En hérna heima segist mamma bara sjá það á augunum mínum. Ég var nú fljót að sjá við henni og núna þegar ég plata þá loka ég bara augunum!!

Annars átti ég rosalega góðan dag í dag. Við fórum í Húsdýragarðinn með Birnu og Snæbirni. Skoðuðum fyrst öll dýrin og lékum okkur síðan lengi lengi í öllum tækjunum. Þegar við komum heim héldum við áfram að sóla okkur í garðinum hennar ömmu og létum renna í heitapottinn. Sævin, Adam og mamma hans og pabba komu líka og við busluðum næstum allt vatnið upp úr pottinum. Það eru víst ekki allir jafn heppnir og við að hafa afnot af svona fínum garði eins og amma Svala á :)

En þið sjáið myndirnar hérna fyrir ofan sem voru teknar í dag í Húsdýragarðinum.

Þanga til næst knúsur, Mæja

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?