fimmtudagur, september 01, 2005
Í gær labbaði ég sjálf heim úr skólanum. Ég fór samferða Birtu en við erum í sama bekk. Við fórum heim til hennar að leika og ég kom ekki heim fyrr en um sex. Ég var alveg búin að steingleyma að mamma sagði mér að koma beint heim en hún var víst búin að leita af mér í pínu stund :S Mamma hennar Birtu var samt búin að hringja oft og mörgum sinnum heim til að láta vita af mér, en mamma var þá bara úti að leita af mér. Sem betur fer reddaðist þetta allt saman á endanum og mamma gat andað léttar. Hún ætlar samt að sækja mig í dag. Í dag er ég líka að fara að byrja á sundnámskeiði hjá Ægi, ég hlakka mikið til að halda áfram að æfa mig.
Af lilla bró er allt fínt að frétta. Hann heldur áfram að stækka og er alveg að verða 8 kíló og 63cm :) Hann fékk fyrstu sprautuna sína í dag og hann fór ekki neitt að gráta, stór og sterkur strákur! Það eru líka bara stórir og sterkir strákar sem þola að kremjast undir stórri mömmu... en það gerðist í gær. Mamma greyið datt með lilla bró í fanginu og lenti ofaná honum:( en sem betur fer meiddist hann ekki neitt!
kveðja,
Mæja
Af lilla bró er allt fínt að frétta. Hann heldur áfram að stækka og er alveg að verða 8 kíló og 63cm :) Hann fékk fyrstu sprautuna sína í dag og hann fór ekki neitt að gráta, stór og sterkur strákur! Það eru líka bara stórir og sterkir strákar sem þola að kremjast undir stórri mömmu... en það gerðist í gær. Mamma greyið datt með lilla bró í fanginu og lenti ofaná honum:( en sem betur fer meiddist hann ekki neitt!
kveðja,
Mæja
Comments:
æ hæ, jæja María bara byrjuð í skólanum. Gott að allt gengur vel. Knúsur og kossar til ykkar frá okkur Gabríel og co.
Skrifa ummæli
