<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, september 21, 2005

Vá hvað ég er sterk! 

Í skólanum í dag var ég að leika með hinum krökkunum í kastalanum. Það var rosa gaman alveg þanga til einn strákurinn hrynti mér og ég datt. Ég fékk stóra kúlu á augað... eða sko augnlokið og pínu bólgna vör:( Ég er þá hálf skuggaleg núna því ég datt um daginn á leið í skólann og fékk þessa risa kúlu á ennið. En eins og þið vitið er ég svo sterk að ég var fljót að jafna mig. Ég sé það líka núna að fjólublár augnskuggi fer mér ekki vel :)

Á leiðinni heim úr skólanum fann ég vetlinginn hans Tedda á götunni (hann er með mér í bekk) Ég og mamma fórum því smá krók til að láta hann fá hann. Lilli bró var líka með í vagninum. Þegar við erum búnar að dingla bjöllunni heyrum við í mömmu hans Tedda vera að skamma hann. Teddi hefur örugglega verið mikið óþekkur því mamma hans var mjög reið. Mér leist ekkert allt of vel á þetta og var fljót að taka í hendina á mömmu. Mamma hefur líka brugðið pínu við lætin því þegar við vorum búnar að láta hann hafa vetlinginn löbbuðum við til baka en gleymdum að taka vagninn með lilla bró með. En auðvitað vorum við ekki komnar langt þegar við föttuðum það :<)

Ég kveð núna með nýjasta frasanum sem er:
VÁ hvað þú ert leiðinleg/ur (þetta er samt ekki til þín)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?