<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, október 19, 2005

Ég var alveg eftir að segja ykkur að ég er orðin rosa dugleg að labba sjálf heim úr skólanum. Núna veit ég alveg að ég verð að fara beina leið heim og mamma hefur ekkert farið út að leita af mér. Ég og Bertha erum oftast samferða þannig að þetta er allt saman í góðum málum :)
Ég var líka eftir að segja ykkur að ég er pínu byrjuð að lesa. Ég er komin með lestrarbók nr 3. Mér finnst mjög gaman að lesa þó að ég verði fljótt þreytt.
Ása sá sól.
Sól sá Ási.
Lóa sá Lása.
Lási á ís.


Svo er ég hætt að vera gullfiskur og orðin bleikja! S.s í sundnámskeiðinu.

Og svo í lokin ef þið viljið vita, þá er ég 115cm á hæð og 21 kíló með eðlilega sjón og heyrn. Þetta mældi hjúkrunarkonan í skólanum.

kveðja,
María bleikja!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?