<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, október 27, 2005

Í gær var stór dagur.. 

Það var mikið að gera hjá mér í gær. Strax um morguninn var bekkurinn minn með sýningu á sal. Þá komu foreldrar okkar og hinir 6 ára krakkarnir og 7 ára krakkarnir og horfðu á okkur. Við sungum I lagið og svo vorum við með leikfimi. Þetta var rosa gaman!
Þegar skólinn var búinn fór ég til tannlæknisins. Við erum rosa góðir vinir og ég er ekkert lengur hrædd við að fara. Mamma var frekar hissa hvað ég var dugleg, hoppaði upp í stólinn til hans og opnaði munninn strax. Svo bara talaði ég og talaði við hann... ég geri það sko ekki við hvern sem er. Í lokin setti hann spiderman málingu á tennurnar ( sumir kalla það flúor) og það koma mjög vont bragð í munninn, ég var voðalega fúl eftir það og tannlæknirinn er svo sem ekkert góður vinur minn lengur, allavega ætla ég aldrei að fara til hans aftur.
Svo fór ég á sundæfingu, við fengum að fara í leiki þegar við vorum búin að æfa okkur. Vissuð þið að það er líka hægt að fara í eitur í flösku í sundi? það er aðeins erfiðara því þegar maður er að frelsa þarf maður að synda í gegnum lappirnar á þessum eitraða... þið skiljið!
Svo í lokin eru lýs að gera út af við skólann minn!! þær bara vilja ekki fara! Núna þarf að kemba á mér hárið á hverju kvöldi til að gá hvort þær séu nokkuð komnar til mín... og það er sko ekki gaman.
Mamma auglýsir hér eftir sjálfboðaliðum sem hefur gaman af því að fara í hárgreiðsluleik með villidýrum... hihi!

bless kex

Comments:
Úfff mamma er nú mjög fegin að við erum ekki með svona þykkt og krullað hár þessa dagana. Það er ekki mikið mál að kemba okkur sem betur fer. En við ætluðum bara að segja Þú ert klukkuð :o) Kíktu á síðurnar okkar ef þú veist ekki hvað það er hehehe....
kv. Sigurgeir og Þórný
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?