<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, október 27, 2005

Klukkuð! 

Ég var klukkuð af Sigurgeiri Andra vini mínum. En það þýðir að ég eigi að koma með 5 staðreyndir um mig.

*1 ég er með rautt og krullað hár sem flækist á ótrúlega skömmmum tíma.

*2 ég er matvönd með meiru og læt ekki bjóða mér hvað sem er.

*3 mér finnst rosa gaman að leika mér í tölvunni og er fljót að læra hvernig ótrúlegustu hlutir virka.

*4 ég er frábær stóra systir og verð góð í passinu þegar ég er orðin aðeins eldri.

*5 ég er þrjósk eins og gömul geit og verð alltaf að eiga seinasta orðið.

Nú ætla í að klukka Birnu mína, Berglindi og Karen, Gabríel Mána, Rúnu og Unu Margréti.

klukk, klukk, klukk, klukk, klukk.... eða má annars ekki alveg gera marga?


Eitt enn, reiknisbókin mín er týnd, alveg týnd. Við erum búnar að leita allstaðar, undir öllu (meira að segja hrærivélinni) ofan á öllu, bak við allt. Tókum allan blaðabúnkann en hann er stærri en á flestum heimilum og fara í gegnum öll blöðin ( sko ef hún hefur farið inn á milli... maður veit aldrei hvað þessum bókum dettur í hug) En án gríns og svíns þá er þetta mjög alvarlegt mál. Ég veit ekki hvort ég eða mamma sé hræddari við kennarann og viljum hvorugar segja henni frá þessu.
Ef það væri hundur á heimilinu þá væri pottþétt hægt að segja að hundurinn hafi étið heimlærdóminn!!

klukk kveðja
Mæja

Comments:
Æ,æ vonandi finnurðu bókina!!! Annars verður að sjóða saman einhverja góða sögu :o)
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?