<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 25, 2005

Hæ allir :) 

Margt og mikið búið að vera í gangi síðan síðast. Mamma og Viktor Bjarki skruppu til Svíþjóðar til Birnu og Snæbjarnar. Á meðan fékk ég að gista bæði hjá afa og ömmu í Kópavoginum og líka ömmu Svölu. Það var vel dekrað við mig þá helgi. Síðan er ég búin að fara í nokkur afmæli. Sigurgeir Andri varð 6 ára og Una Margrét 8 ára.
Skólinn gengur vel hjá mér, ég er farin að lesa alveg heilmikið, en mér finnst það ekkert sérstaklega skemmtilegt. Mamma fór í foreldraviðtal og kennarinn sagði henni heilmikið sem kom mömmu verulega á óvart. Ég er víst orðin pínu stríðin og tala stundum meira en læra. Það lagast vonandi fljótt því ég var færð á annað borð þar sem eru börn sem taka ekki þátt í stríðni og blaðri... það þarf ekki að taka það fram að ég kannast ekki við neitt af því sem kennarinn sagði.

Gabríl Máni frændi minn klukkað mig, en þar sem ég er búin að koma með 5 staðreyndir um mig ætla ég að segja ykkur 5 staðreyndir um hann Viktor Bjarka.
1. Hann er lítið tröllabarn. Stærri og sterkari en flestir 5 mánaða snáðar.
2. Hann rífur í hár og tosar fast fast fast.
3. Honum kítlar alveg svakalega, það er samt alveg bannað að kítla hann.
4. Hann er að taka tennur, eða við höldum það því honum klæjar mjög mikið og slefar enn meira.
5. Hann er ljúfur og góður og grætur nær aldrei er alltaf í góðu skapi og bestasti bró sem hægt er að eiga.

Ætli við látum þetta ekki duga í bili,
knúsur
Mæja

Comments:
Hæ hæ já hann Viktor er sko kitlin, alveg búin að taka eftir því. Og hann sko er greinilega að taka tennur, tókum sko alveg eftir því hjá ömmu Jóhönnu um daginn þegar hann var að reyna að naga dúkkuna hennar Karenar það var sko fyndið, en ekki fannst öllum það jafn fyndið. Hann er svo mikil dúlla en kannski ekki töllabarn hehe. En Mæja ertu orðin einhvað stríðin ha humm ha!! Hvar er mamma þín búin að vera ef hún er ekki enn farin að sjá það haha. En gott að allt gangi vel í skólanum,enda ekki við öðru að búat, dugleg stelpa þú. Mamma þín hún vill örugglega bara ekki viðurkenna að ''litla'' stelpan hennar er orðin stóra stelpan sem fer bráðum að mála sig og eignast kærasta haha. Þá verður gaman ; ) Knúsur til ykkar allra kveðja Arna og Gabríel og jú Siggi líka )
 
Nei takk, við ætlum ekki að hugsa um kærasta eða annað vesen fyrr en fyrsta lagi eftir 10 ár :)

Aumingja Karen Sif ekkert skrítið að hún hafi verið smá sár, barnið hennar allt út slefað. Allavega hefði ég ekki verið sátt ef ég hefði fengið Viktor Bjarka til baka löðrandi í slefi :))
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?