<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Helgin búin... 

og ég er líka alveg búin á því það er búið að vera svo mikið að gera. Í dag hittumst við öll heima hjá Guðnýju og skárum út í laufabrauð. Í lokin vorum við komin með 120 kökur. Ég skar þær nú ekki allar ein... Helgi, Daníel, Magnea, Fannar, Sævin, og mömmur og pabbar skáru líka einhverjar. Við sungum líka og dönsuðum með jólalögum og lékum okkur bara heilmikið saman. Síðan núna í kvöld fórum við í aðventumessu upp í kirkju. Við fengum öll kerti og svo í lokin voru ljósin slökkt og allir fengu ljós á kertin. Mér fannst þetta mest spennandi og beið allan tíman óþolinmóð eftir að fá að kveikja á mínu kerti.

Á laugardagskvöldið fór ég yfir til ömmu. Fannar og Freyja voru í næturpössun og amma bauð mér að vera líka. Maður sleppir ekki svoleiðis boði þannig að ég var mætt snemma á staðin til að taka á móti frændsyskinum mínum.

Svo er ég búin að gera fullt fleira, meira að segja setja upp jólaljósin á svalirnar. En af því ég hef verið svona lítið heima steingleymdist að læra fyrir morgundaginn... en það gerist ekki aftur.

Hafið það gott,
kveðja
María Fanney.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?