<$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 10, 2006

Kanntu brauð að baka? 

Já það kann ég!
Ég kom heim úr skólanum í dag með nýbakað brauð sem ÉG bakaði í matreiðslu. Ég er mjög stolt af sjálfri mér og brauðinu og tými varla ekki að gefa neinum með mér.

Útbrotin er eiginlega alveg að hverfa samt er eins og bakið og bringan séu hraunuð þegar það er strokið eftir því. Það er eins gott að það lagist líka á endanum.

Núna er Bertha María vinkona mín í heimsókn hjá mér. Við erum voðalega góðar þegar við erum saman. Litum og perlum og förum stundum í mömmó. Reyndar upp á síðkastið getum við aldrei ákveðið hvor okkar fær að vera mamman þannig að við hættum fljótt í þeim leik.

Viktor Bjarki heldur áfram að stækka. Hann er mjög duglegur að mjaka sér áfram á rassinum. Hann er samt aðeins farinn að fatta að setja aðra löppina aftur fyrir sig þá gegnur betur hjá honum að komast hraðar. Svo er hann farinn að gera ýmsar kúnstir, sýna hvað hann er stór og svo getur hann klappað. Þegar maður spyr hvernig gera ljónin grettir hann sig mjög flott. Það er samt rosalega fyndið þegar hann ruglast, þá grettir hann sig og slær sig í andlitið í staðin fyrir að klappa:)

Höfum þetta nóg í bili og segjum góða helgi!

Comments:
Hlökkum til að hitta ykkur öll, sem verður vonandi um helgina knúsur til ykkar

Gabríel og co.
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?