<$BlogRSDURL$>

föstudagur, maí 12, 2006

Í dag var foreldrum boðið að koma og horfa á okkur í bekknum dansa. Við erum búin að vera einu sinni í viku í vetur í dansi og læra hvernig við berum okkur að. Þetta var rosalega gaman og pabbi tók glás af myndum.

Annars er allt gott að frétta af okkur. Mamma er orðin rosalega löt að skrifa hérna inn, en bráðum fer ég að geta gert það sjálf :)
Mér finnst yndislegt að það sé að koma sumar. Ég vil helst vera í pilsi á hverjum degi og auðvitað flottast þegar maður er ekki í neinum sokkabuxum, en það er víst ekki alltaf hægt.

Af Viktori Bjarki er það að frétta að hann er ferlegur tætari. Hann lætur ekkert kjurt. Honum finnst rosa skemmtilegt að komast í klósettið og helst vill hann vera að sleikja það... já ógeðslegt! Það er allt gert til að stoppa hann, en hann gefst ekki upp. Svo finnst honum líka gaman að tæta í ruslinu og verður mjög ánægður með sig þegar hann nær drasli úr ruslinu og hendir því ofan´í klósettið. Þetta gerist samt bara þegar m eða p eru í sturtu og hann er inni hjá þeim ... annars reynum við að passa rosalega vel upp á hann :) Hann er líka alveg voðalegur stríðnispúki og gefur frá sér mikinn skræk þegar hann veit að hann má ekki eitthvað svo tístir alveg í honum. Okkur finnst hann náttúrlega það sætasta sem til er og erum enn þá mjög stolt af honum þegar hann er að gera eitthvað af sér.. en það á víst eftir að breytast þegar hann stækkur og þá verðum örugglega ekki brosað þegar hann skemmir eitthvað.
Hef það ekki lengra í bili og segi bara gleðilegt sumar.
knús og kossar
Mæja

Comments:
Hæ hæ, vá svaka fínar myndir af þér í dansinum ; )
Viktor Bjarki er nú meiri gaurinn hahh sé hann alveg í anda með prakkara svinn og svo hlær hann. Þið eruð langflottust knúsur til ykkar, sjáumst vonandi í dag á vellinum ;) Kveðja Gabríel og ARna frænka
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?