<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, maí 16, 2006

Viktor Bjarki fór til augnlæknis í dag. Það hafa sumir sagt að það rinni til í honum augað, þó að við hér heima höfum ekki séð það. Læknirinn hans vildi að þetta væri skoðað betur þannig að það var farið með hann til auglæknis. Viktor Bjarki byrjaði að vera rosa góður og brosti sínu blíðasta til þeirra sem voru að vesenast þetta í honum. Hann fékk dropa í augun og augnsteinarnir urði risa stórir.... en svo byrjaði ballið. Þegar kom að því að sjálfur augnlæknirinn fór að skoða hann. Þá þurfti einn að halda honum og annar að glenna upp á honum augað :( æjæj aumingja Viktor Bjarki. En það góða er að það kom allt mjög vel út og þeir sem hafa sagt þetta með augað geta nú étið það ofan í sig aftur :)

Verði ykkur að góðu ;)

Comments:
Ohh það var nú gott að það var allt í lagi með augun. Þórný veit sko vel hvað það er leiðinlegt að fá þessa dropa í augun!!! :(
 
Þar sem við hittum ykkur alltof sjaldan þá getum við ekki tekið neitt ofaní okkur. Gott að það var allt í lagi með sjónina.
 
Æi það er nú gott að það er allt í lagi með augun hjá litla guttanum... Annars vildi ég bara óska mömmu ykkar innilega til hamingju með daginn :) Þið knúsið hana frá okkur :)
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?