<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Fiskinn minn, namminamminamm... hey hey! 

Við erum komin heim frá Dalvík eftir frábæra helgi. Við tjölduðum í garðinum hjá Kristjáni, Boggu og krökkunum þeirra, en þeim kynntumst við úti í Króatíu. Fyrsta kvöldið hittum við Friðrik Daða vin minn. Vá hvað það var gaman, við höfum ekki séð hvort annað í meira en mánuð. Á laugardeginum fórum við í sund þegar við vöknuðum en héldum síðan niður á höfn þar sem dagskráin var. Við fengum eins mikinn ís, nammi, kók, blöðrur og einhvað fleira... já fisk eins og við gátum í okkur látið. Skoðuðum varðskip og sáum krakka veiða í höfninni. Ég sá líka brúðubílinn og svo voru hljómsveitir að spila. Um kvöldið var götugrill í götunni sem við gistum. Það var alveg eins og vera komin í amerískabíómynd að upplifa það. Það streimdi að fólk með borð, stóla og grill og svo var því raðað eftir allri götunni. Síðan voru tónleikar við einn bílskúrinn. Meira að segja var ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins mætt á svæðið til að skemmta. En það er eiginlega ekki hægt að lýsa stemmningunni.. maður varð að vera á svæðinu. Þetta var allavega rosalega gaman allt saman.

Viktor Bjarki var hjá ömmu Svölu alla helgina. Hún segir að hann hafi verið mjög góður þó að hann hafi verið veikur fyrsta kvöldið. Þó að við söknuðum hans mikið þá var samt mjög gott að hafa hann ekki með, því það er pínu vesen sem fylgir þessum smákrökkum. Elsku amma takk fyrir passið þú ert langt best :)

knúsur
Mæja og mamma

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?