<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Leikjarnámskeið... 

Þessa vikuna er ég búin að vera á leikjarnámskeiði. Það er mjög gaman og við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Við höfum tvisvar fengið að fara í sund og svo er skógarferð og leikir og margt fleira. Í síðustu viku fór ég í sumarbústað til afa Bjarna og ömmu Sigrúnar. Ég fékk að vera ein með þeim í nokkra daga og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég hafði það gott. Svo kom Karen Sif og við gátum leikið okkur og farið í heitapottinn og svoleiðis. Svo fékk ég að gista heima hjá Karen sif um daginn og Viktor Bjarki svaf fyrstu nóttina sína án mömmu, en hann var í pössun heima hjá Örnu, Sigga og Gabríel.
Svo er ég að missa tönn, loksins. Hún er reydnar ekki alveg farin en er alveg alveg að fara. Og ég er viss um að tannálfurinn gefi mér þúsundkrónur! Hef heyrt að sumar úr bekknum eru að fá svo stóran pening en mömmu og pabba finnst þetta nú 10 sinnum of mikið fyrir eina tönnslu :) Mamma er að deyja úr spenning yfir þessari tönn og ég lét hana heyra það áðan "Mamma! ég veit alveg af hverju þú ert svona spennt þú ætlar að eiga peninginn" ... en auðvitað ætlar hún ekkert að gera það. Ég er líka mikið að pæla hvað gerist ef tönnin dettur meðan ég sef og hún fer ofan´í maga, fær maður samt pening?
Hafið það sem allra best, læt vita hvernig gengur með tönnina
kv Mæja mús

Comments:
Til hamingju með lausu tönnina :) Ég er kominn með tvær fullorðinstennur en ekki búinn að missa neina barnatönn ennþá!! Fullorðinstennurnar eru fyrir aftan hinar en barnatennurnar eru samt orðnar lausar en ætla bara aldrei að losna alveg!! Spurning hvort tannsi verði bara að kippa þeim úr.... Heyrðu já ég held líka að ég fái þúsundkall þannig að þetta hlýtur að vera rétt hjá okkur .... :)
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?