<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, janúar 07, 2007

Nú er komið ár síðan elsku pabbi dó. Þeir voru rosalega erfiðir mánuðirnir áður en hann fór. Að horfa á hann tærast upp og verða ekki neitt, bæði líkaminn og hann sjálfur. Ég fann ekki fyrir svo miklum söknuði til að byrja með, þetta var svo mikill léttir. En eftir að mánuðirnir liðu og ég fór að rifja upp góðu stundirnar með honum þá finn ég hvað ég sakna hans. Ég sakna hans eins og hann var áður. Hann var mikill spilamaður og kenndi okkur ýmis spil. Hann kenndi okkur líka hvernig á að spila þeim út, það skiptir jú máli að fá flesta slagina. Það var oftast hann sem fékk þá flesta. En eins og pabbi var klár þá get ég ekki skilið hvernig hann spilaði út sínum spilum í lífinu ekki svona seinustu árin. Hann hlýtur að hafa verið búinn með öll tromp og bara átt hundana eftir. Ég veit að ég mun aldrei skilja það en ég hef ákveðið að sætta mig við það. Núna þegar ég hugsa um pabba eru bara minnigar um hann eins og hann var áður, án allra veikinda og leiðinda. Hann hefði líka átt afmæli í vikunni því segi ég til hamingju með daginn pabbi minn ég kveiki á kerti og með bros á vör hugsa ég um stundirnar sem við áttum.
Ástarkveðjur, Bjarney

Comments:
Ég tárast nú bara við að lesa þetta... Get bara rétt ímyndað mér allar tilfinningarnar og hugsanirnar sem fara í gegnum þig þessa dagana..
Pabbi þinn var yndislegur maður og ég minnist hans einmitt spilandi á spil eða á orgelið :)
Langar bara að senda þér og þínum stórt knús og óska pabba þínum til hamingju með afmælið.
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?