<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júní 19, 2007

Við fórum í bæinn á 17. júní. Það var rosalega gaman. Krakkarnir fóru í hoppukastala og horfðu á brúðubílinn, fengu fullt af sykri og Mæja lét mála sig í framan. Það skemmtilegast var síðan að sjá allt fólkið og reyna að troða sér á milli þeirra með kerruna án þess að keyra neinn niður. Eftir bæjarferðina fórum við til ömmu Svölu í súkkulaðiköku og aðrar kræsingar..namminamm.
Mæja er byrjuð á leikjanámskeiðum og er bara nokkuð hress með það. Það er alveg heill hellingur sem er gert með þeim, farið í sund og bæjarferðir og margir merkilegir staðir skoðaðir. Viktor Bjarki er svona allur að koma til í leikskólanum. Þetta hefur samt verið voðalega erfitt að skilja hann eftir. Hann fer ekki beint að gráta, reynir eins og hann getur að herða sig en kúrir alveg í hálsakotinu á manni og segir svona lágt: nei, nei.... allar mömmur skilja hvað þetta er erfitt!!
Sem betur fer á hann svo rosalega góða ömmu sem hefur verið að sækja hann fyrr til að stytta aðeins daginn fyrir hann, eins hefur hún verið að sækja Mæju á leikjanámskeiðið svo hún þurfi ekki að vera ein þanga til við komum heim.... hvar væri maður ef ömmur væru ekki til :)
Annars er Mæja farin að vera mjög, dugleg farin að flakka um hólana með vinkonum sínum. Við getum ekki treyst á það lengur að geta kíkt út um gluggann og sjá hana þar. Hún er orðin gsm-pæja allavega núna í sumar svo við getum náð í hana þegar við þurfum.
Það er átta dagar í afmæli hennar Mæju, við erum ekki alveg búin að ákveða hvenær við ætlum að halda upp á það... kannski ekki fyrr en í júlí en við látum alla vita í tíma :)
Eitt enn við erum að fara að flytja, við erum búin að kaupa 5 herbergja íbúð í Spóahólum. Við flytjum seinni partinn í júlí og vonum að við getum blikkað sem flesta... sem eru á landinu að hjálpa okkur að bera. Þar sem þetta er svo stutt frá okkur ætlum við að labba með dótið á milli:)

heyrumst!

Comments:
Halló halló. Já það er óhætt að segja að það verði nóg að gera hjá ykkur í sumar ; )
En vonandi að við getum hjálpað ykkur að flytja.
Gabríel er orðinn hress af hlaupabólunni hann var að koma úr 5 ára sprautu og stóð sig ótrúlega vel. En sjáumst í afmælinu hjá Karen Sif
knúsur til ykakr
 
hæ hæ
við vildum bara óska þér til hamingju með daginn Mæja og sömuleiðis til þín Viktor, þó seint sé :O)
Biðjum að heilsa mömmu pabba og litla bumbubúanum líka ....

hlökkum til að hitta ykkur næst....

kv. birna, snæbjörn og tómas
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?