<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Aukakílóin, aukakílóin... 

Maður er ekki fyrr búin að eiga en maður fer að hafa áhyggjur af öllum kílóunum sem komu á meðgöngunni. Allir morgnar byrja á því að stíga á vigtina og sjá hvort vigtin segi minna í dag en í gær. Það rifjaðist upp fyrir mér eitt mjög hallærislegt þegar ég steig á vigtina í morgun. Þegar ég var ný búin að eiga Viktor Bjarka var ég í sama pakkanum og núna. Vaknaði og steig á vigtina. Þá gekk þetta rosalega vel hjá mér á nokkrum vikum léttist ég um fleiri fleiri kíló. Ég var farin að troða mér í gallabuxurnar mínar og það gekk svo vel að léttast að eitt skiptið léttist ég um meira en kíló meðan ég burstaði tennurnar. Svo einn morguninn þegar ég vaknaði og fór á vigtina þá var ég bara 12 kíló! Þó að ég hafi greinilega verið full af sjálfsblekkingu þá var þetta of ótrúlegt, vigtin hlaut að vera biluð. Eftir að hafa hrist hana til, skipt um batterí og komist að sannleikanum var ég fljót að taka gallabuxurnar og setja þær aftast í skápinn.

yfir og út

Comments:
Hehe þú ert æði :)
Já ég er viss um að ef það yrði tekin saman tíminn sem að maður hefði áhyggjur af aukakílóum um ævina þá yrðu það nokkuð mörg ár sem að færu í svoleiðis rugl!!
 
Hahahhaa :)

Veistu hvað er besta ráðið við þessu? ...sleppa því bara að eiga vigt eins og ég hehehe :)
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?