<$BlogRSDURL$>

föstudagur, ágúst 17, 2007

Fyrsta vikan 

Þá er fyrsta vikan búin, og litli stubb hefur það alveg ágætt. Honum hefur verið pínu illt í maganum og ekki sofið nógu vel, en við vonum að það lagist fljótt. Viktor Bjarki stendur sig vel sem stóri bróðir. Við höfum ekki fundið fyrir neinni afbrygðisemi hjá honum (enn þá:) Hann er duglegur að hjálpa til með stubbinn og er mjög spenntur fyrir brjóstagjöfunum. Honum fannst þetta fyrst mjög skrítið að barnið fengi að drekka þaðan og vildi ólmur láta hann hafa glas. Sagði síðan oj oj og reyndi að toga hann af brjóstinu. Nú er hann búinn að sjá að stubbi finnst þetta gott vill auðvitað fá að prófa líka.
María stendur sig auðvitað líka mjög vel. Hún er bara mjög lítið heima þessa dagana. Maður nær henni varla inn til að gefa henni að borða. Það hefur verið einhver taugatitringur í henni seinustu daga. Kannski spenna fyrir skólann eða kannski finnst henni hún eitthvað afskipt. Það verður mjög gott fyrir hana þegar rútínan er komin í gang.
Við gleymdum alveg að segja ykkur hvað krakkinn var stór. Hann mældist 15 merkur (3710 gr) og 52 cm. Það kom okkur öllum virkilega á óvart hvað hann mældist stór því hann er svo smágerður allur og virkar miklu minni.

segjum þetta gott í bili, við setjum fleiri myndir inn fljótlega.

Comments:
INNILEGA til hamingju með krúttið!
Ingibjörg Huld
 
Til hamingju með litla stubb. Vona að allt gangi vel.

Kær kveðja Magga Gísla.
 
Kæra fjölskylda!

Innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.

Kveðja
Ingibjörg Marteins og co
 
Innilega til hamingju með krúttið! :)

Kv.
Eva Hrund (TM)
 
Elsku Bjarney og co.

Innilega til lukku með prinsinn.
Hlakka til að sjá hann þegar þú kíkir við :o)

Kv. Svanhildur TM
 
Hæ hæ kæra fjölskylda innilegar hamingjuóskir með litla prinsinn

Kveðja Oddný TM-Kef.
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?