<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Halló allir 

Það er allt gott að frétta af okkur. Nú fer að styttast í að skólinn byrjar hjá Maríu og Viktor Bjarki byrjaði í leikskólanum aftur í dag. Það styttist líka í að krílið okkar láti sjá sig. Skv mælingum á það að vera á morgun en ég er alveg viss um að það láti bíða eftir sér. Ég er orðin rosalega þreytt og væri mjög glöð að ljúka þessu af :) En krílið kemur þegar það er tilbúið. Við vitum ekki hvort þetta er stelpa eða strákur en það eru samt miklar pælingar í gangi. Ég hef haldið allan tímann að þetta væri strákur en svo fékk ég svona smá sting að þetta væri stelpa. Hér eru öll föt blá og strákaleg þannig að það verður þá bara að hafa það. Hafrún vinkona Guðnýjar lánaði okkur marga kassa af fötum, við höfum ekki séð annað eins magn. Sjálf vorum við búin að gefa öll liltu fötin okkar í rauðakrossinn. Eins fór allt barnadót eins og skiptiborð og ömmustóllinn og balinn í Góða hirðinn þannig að við þurfum að redda okkur því dóti aftur. En það allra nauðsynlegast er tilbúið föt, bleiur, rúm og sæng.

Við látum vita þegar barnið lætur sjá sig og setjum strax inn myndir. Vona að það verði sem allra fyrst.
kv Bjarney

Comments:
Ohh finnst tíminn þar sem allt fer í fastar skorður svo næs.... Þ.e leikskólinn og skólinn byrja aftur og allt kemst í rétta rútínu...
Vonandi lætur krílið ekki bíða lengi eftir sér, hlakka til að sjá myndir þegar þær koma :)
Gangi ykkur vel:)
Kv. Kristín
 
Jæja, þá er dagurinn runninn upp ; ) úff get sko vel trúað að það sé komin þreyta í þig Bjarney, vonum nú að krílið láti sjá sig sem fyrst. Man samt að þú talaðir um að það yrði bið að það kæmi ekki á settum degi....sjáum hvað verður ; )

kveðja kjarrhólma fjölskyldan
 
Hæ hæ
Til hamingju með prinsinn. Flott dagsetning 09.08.07
Kveðja Berglind, Frikki og Karen Sif
 
Hæ hæ, til hamingju með prinsinn. Gott að allt gekk vel : ) hafið það gott og hlökkum til að sjá prinsinn og ykkur auðvitað.

Kv. Arna, Siggi og Gabríel Máni
 
Hæ,hæ Innilega til hamingju með litla prinsinn!! :)
Get ekki beðið eftir að fá að sjá myndir af gæjanum :)
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?