<$BlogRSDURL$>

mánudagur, ágúst 16, 2004

*Veðrið hélt áfram að vera gott...

Það hefur verið nóg að gera hjá mér um helgini. Á föstudaginn þegar ég var búin í leikskólanum fór ég með mömmu, pabba og Birnu í bíltúr inn í Hvalfjörð. Við keyrðum að á sem heitir Brynjudalsá og hittum þar Inga og Kristínu ( þau eiga Ágúst Örn vin minn.) Ég fékk að vaða í ánni og týna nokkur ber með mömmu, en á meðan voru pabbi og hinir að stökkvað í ána.

Á laugardeginum vöknuðum við snemma og fórum í sund. Ég er enn rennibrautaróð og plataði mömmu og pabba með mér örugglega 100 ferðir! Eftir matinn fór ég til ömmu Svölu í pössun. Hún labbaði með mér niður í móa og við kíktum á ber. Síðan fórum við í búðina og ég gat suðað út heilan kassa af spitermanís!! Mamma og pabbi sóttu mig síðan og við fórum í Nauthólsvík og láum þar... eða sko ég lá ekki heldur var að leika mér við Karen Björgu vinkonu mína.

Á sunnudeginum var líka stuð. Við lögðum af stað um hádegi austur fyrir fjall í sveitarferð. Afi Bjarni og amma Sigrún, Berglind og Karen Sif, Arna, Siggi og Gabríel Máni fóru öll með. Við stoppuðum fyrst í Hveragerði og hoppuðum í svakalega stórum hoppukastala. Næst stoppuðum við í dýragarðinum Slakka. Þar var rosalega gaman að sjá öll dýrin. Það voru tveir kálfar sem voru svo mjúkir og risastórir páfagaukar. Svín sem var hræðilega vond lykt af, og hvolpar sem við máttum halda á. Svo voru leiktæki til að leika í. Áður en við lögðum af stað heim stoppuðum við og fengum okkur nesti sem afi og amma voru með. Þar voru rólur og rennibraut sem við gátum verið í og svo var farið í golf og fótbolta. Þetta var frábær dagur sem við enduðum með að fá okkur kvöldmat heima hjá ömmu Jóhönnu.

Ég segi bara TAKK við alla sem voru með mér í að gera þessa helgi svona frábæra!

(0) comments

föstudagur, ágúst 13, 2004

Í leikskóla er gaman...

Sísí leikskólastjóri kom með sundlaug með sér í leikskólann í gær. Sundlaugin var svo stór að við komunst næstum öll fyrir í einu.... eða allavega 20! Það var reyndar svo heitt að við vorum meira inni en úti því ekki megum við bráðna. Eftir leikskólann fór ég með mömmu og pabba til ömmu Svölu. Við létum renna í pottinn og grilluðum okkur svo hamborgara :) Amma gaf okkur síðan ís í eftirrétt.... nammi namm. Þegar ég kom heim með mömmu um 8 vorum við báðar svo þreyttar að við steinsofnuðum í rúminu hennar.

Góða helgi!(0) comments

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil....

Það er rosa fjör í leikskólanum núna! Veðrið er búið að vera súper dúper gott, og við skottumst um á tásunum og ber að ofan. Mamma sótti mig þegar leikskólinn var búinn og við fórum með Birnu og Snæbirni í Nauthólsvík. Við vorum reyndar ekki með neinar fötur eða skóflur en fundum flösku og fleira dót sem hægt var að nota. Við leyfðum líka tásunum aðeins að fara í sjóinn og svona.
Núna er ég alltaf svo þreytt á kvöldin að ég steinsofna sjálf í mínu eigin rúmi!!

bless kex
Mæja

(0) comments

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Sumarið er tíminn...

Það er ekkert smá hvað tíminn flýgur. Sumarfríið búið og ég er komin aftur í leikskólann. Við fórum eina viku í sumarbústað í Skorradalnum og það var alveg súper gaman. Sigurgeir Andri vinur minn var í næsta bústað og við gátum leikið okkur saman alla vikuna frá morgni til miðnættis :) Við brölluðum heilmikið fórum í sund og bíltúra, æfðum okkur í fótbolta, golfi og frisbí! Hentum steinum í vatnið og óðum... og fullt fullt fleira!
Ég er líka búin að hafa það ágætt heima, er búin að vera dugleg að vera úti að leika og fara í sund. Ég er líka orðin mjög dugleg í sundi, renni mér í öllum rennibrautum sem ég kemst í og þarf ekki einu sinni að hafa kúta!

Stuðkveðja,
Mæja pæja

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?