<$BlogRSDURL$>

mánudagur, desember 18, 2006Hérna koma myndir af sundsýningunni. Lilja vinkona okkar var svo góða að taka nokkrar fyrir mömmu því hún steingleymdi að taka myndavélina með.

(0) comments


Ég, Magnea og einn strákur að sýna skrið fætur

(2) comments


rétt að koma uppúr til að ná andanum :)

(0) comments

fimmtudagur, desember 14, 2006

Það er allt gott að frétta af okkur. Mamma og pabbi skelltu sér til Liverpool seinustu helgi. Fóru á fótboltaleik og slöppuðu af :) Á meðan vorum við í pössun. Viktor var hjá Rúnu og co. og ég var í Kópavoginum hjá ömmu og afa. Það var ekkert lítið dekrað við mig. Amma var búin að baka piparkökur sem ég, Karen og Gabríel fengum að mála á. Síðan fór afi með mig í sunnudagaskólann og svo fórum við líka á skauta. Ég átti s.s alveg rosa góða helgi. Viktor var þægur og góður á Grenimelnum, hann og Freyja leiku sér saman og kepptust um athygli hinna á heimilinu. Þó að helgin hafi verið góð hjá öllum vorum við svo glöð þegar við hittumst öll á ný :))

Nú eru bara 10 dagar til jóla og mikið um að vera. T.d á laugardaginn er jólasundsýning hjá Ægi, nú ætlar mamma ekki að gleyma myndavélinni svo þið getið séð hvað ég er glæsileg:)

Viktor Bjarki er að stækka endalaust, og farinn að "tala" pínu. Segir "hvað er þetta" endalaust. Hann er líka farinn að benda á nebbann og augun og svo framv. þegar hann er spurður hvar er...

Við biðjum að heilsa í bili

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?