<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, maí 27, 2004

Takk Birna!

Sjáið hvað þetta er flott hjá mér, komin mynd og allt. Ég gerði þetta reyndar ekki sjálf, Birna mín gerði þetta fyrir mig. Svo getið þið líka kíkt á vini mína, það eru krækjur á þeirra síður hérna til hliðar.

Amma Svala var að passa mig og Sævin um daginn. Þegar við vorum að labba heim úr leikskólanum var pínu rok og við vorum næstum fokin út í buskan. En það er allt í lagi því langafi minn sem er fluttur til Guðs hendir mér bara niður aftur! Það gæti ekki verið einfaldara.

Að lokum:
Kæri Guð, viltu gefa mér barn. PLÍSSSS!

(0) comments

föstudagur, maí 21, 2004

Frí, frí, frí!

Það er svo gott þegar það kemur svona auka frídagur. Í gær gátum við notað daginn vel. Ég vaknaði eldsnemma og dró mömmu með mér fram. Við horfðum á Stuart litla. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég gat horft á heila mynd í einu. Hún var líka mjög spennandi. Sævin hringdi síðan að bað mig að koma með sér í sund. Eftir það fór ég og heimsótti Sigurgeir Andra vin minn. Við fórum út að leika í smá tíma alveg ein. Mamma sýndi mér bara á hvaða bjöllu ég átti að ýta. Þetta var nú ekki mikið mál eða allavega alveg þanga til að ég ætlaði að komast inn, þá náði ég ekki upp í bjölluna! Og hvað gerir maður þá?

(0) comments

mánudagur, maí 17, 2004

Helgin

Ég er búin að vera á fullu um helgina, á laugardaginn þegar ég var búin að fara í búðina með ömmu fór ég í sund með Snæbirni. Það er alltaf jafn gaman að fara í sund þegar hann er líka. Ég get druslast með hann fram og til baka og honum er alveg saman. Það er líka svo afslappandi að fara í sund, ég slappaði svo vel af að ég steinsofnaði í tvo tíma þegar ég kom heim. Seinnipartinn fórum við síðan til Rúnu og grilluðum saman. Ég og Fannar gátum leikið okkur fullt saman og svo gat ég knúsast smá í Freyju.

Elsku langafi minn fór til Guðs í gær, hann var búin að vera mikið veikur. En núna er honum batnað og ætlar hann að hjálpa Guði að passa okkur hin. Amma Jóhanna bauð okkur að koma til sín og Arna fænka var búin að kaupa fullt af gotteríi úr bakaríinu sem ég borðaði með bestu lyst. Ég og Karen Sif gátum leikið okkur fullt saman enda var er svo langt síðan að við hittumst síðast. Í öllum hamaganginum í okkur tókst okkur en auðvitað óvart að brjóta hurð af skápnum inn í leikherbergi. Amma tók þessu með mikilli ró enda var það heppni að við fengum ekki hurðina ofan á okkur.

Þanga til næst!
Mæja

(0) comments

föstudagur, maí 14, 2004

Ég fór í sveitaferð í gær...

Ég fór í sveitaferð í gær með leikskólanum. Það var rosalega gaman, við lögðum af stað um 9 og keyrðum í stórri rúti á sveitabæ sem heitir Grjóteyri. Á bænum voru fullt af dýrum. Það sem mér fannst mest spennandi voru pínulitlir kettlingar sem voru blindir. En svo fékk ég fara á hestbak og klappa lömbunum. Við fengum síðan grillaðar pylsur áður en við lögðum að stað heim. Mamma sótti mig og við löbbuðum samferða Sævin og Guðnýju heim, á leiðinni mættum við ömmu og síðan Simó þannig að þetta var orðin góð skrúðganga! Ég og mamma nenntum síðan ekki að fara heim, við fórum bara til ömmu Svölu.

sjáumst!
Mæja

(0) comments

miðvikudagur, maí 12, 2004

Áfram með smjörið!

Í gær voru næstum allar konurnar í leikskólanum veikar reyndar líka í fyrradag! Þess vegna varð ég að vera heima í gær. Ég var mjög sátt við það því Sævin fékk að vera hjá mér allan daginn! Við gátum gert svo mikið saman. Ég get ekki sagt frá öllu því sem gerðist en það var allavega heilmikið. Það helsta; þá vorum við í læknisleik og allt í einu gólar Sævin rosalega hátt, þá var hann búinn að loka læknistöskunni á tippið á sér! Þar sem hann var læknirinn og ég sjúkklingurinn gat ég mjög lítið gert nema góla líka. Sem betur fer datt tippið ekki af en það kom samt blóð! Pabbi var fljótur að bjarga málunum og setti plástur á báttið og þurkaði tárin. Hann er besti læknirinn!!
Eftir hádegi kom mamma heim. Hún sendi okkur strax út að leika, við vorum ekki alveg í stuðið fyrir það og vissum ekki alveg hvað við ættum að gera. Þannig að við ákváðum að gera allt það sem mátti ekki gera. Þegar mamma sá að hún væri hvort eða er meira úti og skamma okkur en inni ákvað hún að fara með okkur í göngutúr. Við fórum niður í móa, fundum okkur greinar og vatn til að veiða í. Þetta var rosalega gaman, allavega í smá stund eða þanga til Sævin datt í vatnið og eina sem stóð upp úr var hausinn. Leiðin heim var löng ég reyndi að syngja og tralla fyrir Sævin en hann var kominn í vont skap og ekkert dugði.
Ég sofnaði glöð eftir góðan dag. Ég vona bara að morgundagurinn verði betri fyrir Sævin:o)

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?