<$BlogRSDURL$>

mánudagur, mars 29, 2004

Helgin hjá mér var frábær!

Á laugardaginn fórum við í íþróttarskólann. Fyrst fórum við í þrautabraut en þar á maður að gera allskonar, grindahlaup, og skríða undir og hoppa uppá, hanga í rimlum og fullt skemmtilegt. Síðan fórum við í töluleik við áttum að vera 5 saman í liði með einn fullorðinn. Sigurgeir vinur minn fékk að velja nafn á hópinn. Hann er svo mikill risaeðlukall þannig að auðvitað hét okkar hópur risaeðlurnar. Við áttum að hlaupa út um allan salinn og finna réttu tölurnar. Mamma, pabbi og Gústi (pabbi Sigurgeirs) voru orðin svo æst í leiknum að þau voru búin að steingleyma að það ætti bara að vera einn fullorðinn að hjálpa og stóðu öll og orguðu RISAEÐLUR, RISAEÐLUR" þegar þau fundu tölurnar.

Eftir íþróttaskólann fórum við beint í kringluna og keyptum ný föt á mig, kjól, skó og sokkabuxur. Ég fór því rosalega fín í skírn til litlu frænku. Hún fékk nafnið Björg Jökulrós. Næstum því eins og ég hélt, ég var búin að segja við mömmu að hún ætti að heita Þyrnirós. Síðan var haldið í flottustu veilsu sem ég hef farið í. Fullt af nammikökum og rjómakökum.

Á sunnudaginn fór ég með mömmu, Snæbirni og Birnu í sund, og svo einn rúnt í kringluna. Ég var orðin svo rosalega þreytt þegar við komum heim að ég steinsofnaði og svaf í 2 tíma. Það hefur ekki gerst lengi, síðan ætlaði ég aldrei að ná að sofna um kvöldið.

(0) comments

föstudagur, mars 26, 2004

Ormurinn slitnaði og kúkaði á mig!!

Ég átti góðan dag í gær. Það var sull í boði í valinu og ég fékk að fara bæði fyrir og eftir hádegi. Þegar við förum í sull þá klæðum við okkur úr öllum fötum nema naríonum og svo er sullað. En ég gær var sullað svo rosalega mikið að ég þurfti tvisvar að skipta um naríur. Það var fullt að gera hjá okkur úti, við fundum orm sem við vorum aðeins að skoða en svo slitnaði hann óvart!!

Sævin minn á afmæli í dag, hann er 4 puttar. Til hamingju Sævin!

Jæja leikskólinn búinn í dag. Svandís átti afmæli eins og Sævin, við fengum bæði ís og blöðru. Síðan fékk Sævin að koma með okkur heim eftir leikskólann. Við erum búin að vera mjög dugleg að leika okkur, og eiginlega ekkert búin að rífast. Sko þó að við séum bestu vinir þá erum við samt oft að rífast, við erum samt að æfa okkur í því að halda friðinn, en stundum gengur það bara ekki alveg nógu vel. Við fengum pizzu og sungum hann á afmæli í dag fyrir Sævin, og að því við erum búin að vera svo dugleg fengum við að fara í tölvuna þanga til Sævin fer heim.

Á morgum fer ég í skírn til litlu frænku... það verður svo gaman að vita hvað hún heitir!!

(0) comments

miðvikudagur, mars 24, 2004

Halló!

Ég er hin eina og sanna Mæja pæja. Í sumar verð ég 5 ára og er búin að ákveða að bjóða ÖLLUM í afmælið mitt. Ég bý með mömmu og pabba í íbúð í Breiðholtinu sem við erum ný búin að kaupa.
Alla virka daga er ég í leikskóla sem heitir Hraunborg og það er alveg ágætt að vera þar. Deildin mín heitir Spóaland og hópurinn minn heitir Bláaberg. Þegar ég verð 5 ára fer ég á Tröllaberg, ég hlakka mikið til því þá fer ég í skólahóp.

Eins og ég sagði þá verð ég bráðum 5 ára og því tími til kominn að leyfa öllum sem vilja fylgjast með mér lesa bloggið mitt á þessari síðu. En núna ætla ég að byrja á því að segja frá hvernig venjulegur dagur er hjá mér.

Morgnarnir gera verið mjög erfiðir. Ég vakna alltaf mjög snemma en það tekur óra tíma að koma mömmu og pabba fram úr. Sem mér finnst reyndar alveg undalegt því þegar ég er loks búin að draga þau á lappir fer allt á fullt og ekki tíma til neins. Ég þarf að gera allt á stundinni. Á meðan ég bursta tennurnar er mamma að bursta á mér hárið og pabbi að klæða mig í sokkana.
Ég er í leikskólanum frá 8 til 5 og það er ansi margt sem ég er að gera þar. Skemmtilegast finnst mér í hreyfistund. Þá förum við nokkur saman inn í sal og þar eru dýnur, rólur, rimlar og tambolín. Besti vinur minn hann Sævin sem er líka frændi minn er á sama leikskóla og ég. Við hittumst samt bara þegar við erum úti því við fengum ekki að vera á sömu deild. Við leikum okkur alltaf saman. Sævin er hetjan mín og þegar ég þarf hjálp kemur hann og bjargar mér. Hann á eldbyssu ( í plati) og passar okkur með henni.
Ég ætla að segja okkur meira seinna!

(0) comments
Halló allir!

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?